Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 9

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 9
H E I M I R 5 kröftmn, aö láta hann fiytja lesendum sínum fróöleik úr heirni andans sein víöast aö. Ennfremur mun hann einsog aö undan- förnu flj'tja skáldskap bæöi í bundnu og óbundnu máli eftir því sein rúm leyfir í hvert sinn og ritstjórninni þykir viö eiga. íslenzkt tímarit, sem ekki flytti skáldskap er óhugsanlegt, og Heimir vill vera íslenzkur. en þó ekki svo aö þaö olli þröngsýni á nokkurn hátt. Þeir sem hafa styrkt blaðiö aö undanförnu eru vinsamlega beönir aö gera það eftirleiðis. Þeir sem eru málefnum þeim, er það sérstaklega fylgir fram á einhvern hátt hlyntir, eru beönir aö styrkja þaö með því aö kaupa þaö og lesa. Nytsemi « blaöa og tímarita er ekki öll undir útgefendum og ritstjórn komin, hún er líka komin undir kaupendum og lesendum-— Hjálpið oss að gera Heimir eins nytsaman og framast er unt. Öllu aösendu verður meö ánægju veitt móttaka, og birt eftir, því sem kringumstæður leyía. Handrit öll, og bréf inni- hafdi blaösins viövíkjandi sendist til Guöm. Arnasonar, 521 Victor St.. en borganir allar til Hannesar Péturssonar, Union Bank, Sargent Ave. Gamla velunnendur og styrktarmenn Heimis biöjum vér sérstaklega að sýna honum velvild þá, er hann hefir notið aö undanförnu. STJÓRNARNEFNDARFUNDUR hins íslcnska unitariska kyrkjufclags í I 'csturhciini Þann 23 Sept. síðastl. hélt stjórnarnefnd hins íslenzka únítaríska kyrkjufélags í vesturheimi, á samt öðrum útistandandi nefndum þess félags fund í íslenzku únftara kyrkjunni í Winni- peg. A fundinum voru lögð fram nokkur nefndar álit, sem voru rædd og falin nefndunum á hendur til næsta þings til frekari framkvæmda.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.