Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 10

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 10
6 H E I M I R Sálrnabókarnefndin, sem sett haföi veriö á síðasta þingi, lagöi til að reynt væri að gefa út sálmabók hið allra fyrsta. I því skyni haíði hún falið meðlimum sínum á hendur að leita leyhs hjá allmörgum íslenzkum skáldum um notkun sálma og kvæða, er þeir liafa ort, og sömuleiðis að bjóða þeim að semja uýja sálma gegn sæmilegum ritlaunum. Ennfremur hafði nefndin samþykt og falið einum meðlim sínuin á hendur að leita upplýsinga um kostnað á sálmabókarútgáíu. Nefndinni voru gefnar nokkrar bendingar viðvíkjandi þýðingum á enskum sálinum. Nefndin, sem sett var á síðasta þingi til að taka til íhugunar mögulegar breytingar á sainbandi félags vors við hið ameríska únítarafélag lagði fram nokkrar tillögur frá stjórnarnefnd þess félags, sem hún sjálf hafði fallist á. Tillögurnar birtast hér í íslenzkri þýðingu : 1. Stofnun sérstaks unitarísks kyrkjuféfags á meðal Vestur-Islendinga, sem skal hafa á hendi útbreiðslu og tiúboð innan takmarka sinna, samkvæmt fyrirsögn hins Ameríska Únit- arafélags, og með tilhjálp umdæmis trúboða, er tilnefndur sé af hinu Ameríska Únitarafélagi. Skipulag kyrkjufélags Jiess skal vera samkvæmt fvrirkomu- lagi núverandi únítarfskra kyrkjufélaga. Því skal stjórnað af framkvæmdarnefnd, sem sé kosin árlega á þingi Jiess. Fram- kvæmdarnefnd Jæssi með umdæmis trúboðanum skal vera hin íslenzka trúboðsnefud Ameríska Únitarafélagsins, og skal hafa framkvæmd á hendi í öllum máluni viðvíkjandi trúboðum, sam- kvæmt fyrirsögnum framkvæmdarnefndar Únitarafélagsins. 2. Umdærnistrúboðinn skal í samráði nreð Jjeim nefndum, sem kunna að verða kosnar af kyrkjnfélaginu á þingum þess, undirbúa og J)ýða J)au rit, sem nauðsynleg eru fyrirstarf kyrkju- félagsins. Einnig skal hann á ári hverju fara eins margar trú- boðsferðir um íslendingabygðir innan takmarka kyrkjufélagsins og tími leyfir, með Jrví augnamiði að stofna fasta söfnuði, er síðarmeir mundu kalla til prestsþjónustu þá er kunna að undir- búa sig fyrir unitariska prestsstöðu meðal íslendinga á guð- fræðisskólum unitara.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.