Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 11

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 11
HEIMIR 3. Viöhald og i'itbreiösla .tímarits til styrktar málefninu. Útgáfa bóka til notkunnar viS guðþjónustur og sunnudagaskóla. Eftirfarandi bækur eru aö verða æ nauðsynlegri og nauðsynlegri fyrir starf vort : (a) Hand og sálmabók til nota fyrir söfnuðina. (b) Handbók fyrir sunnudagaskóla. (c) Myndaspjöld og lexíurfyrir sunnudagaskóla byrjendur. (d) Kenslubók eöa leiöarvísir, sem foreldrar og sunnudaga- skóla kennarar gætu notað viö uppfræðslu barna í aðalatriðum trúar vorrar og, sem mætti notast viö undirbúning unglinga til staöfestingar og inntöku í safnaðarfélögin. 4. Að Ameríska Únitarafélagið aðstoöi kyrkjufélagið í út- gáfu þessara rita með beinni fjárveitingu, er skoðuð sé sem lán til k}'rkjufélagsins og endurgjaldist til unitarafélagsins innan tíu ára, eða eins fljótt og fé fæst, með samskotum og sölu þessara rita, 5. Að hin íslenzka trúboðsnefr.d sé ráðgefandi í öllum málum er viðkoma 'kyrkjufélaginu eða hinum sérstöku söfnuðum þess, og aö henni sé falið á Hendur stjórn íslenzka trúboðsins undir beinni umsjón framkværndarvalds ameríska unitarafélag- sins. Tillögur þessar var samþykt aö birta í Heimir. Skrifara hafði borist bréf frá nokkrum hluta Gimli safnaðar þess efnis, að sá söfnuður segði sig úr lögum með hinu íslenzka unitariska kyrkjufélagi, vegna einræðisstjórnar, er fram hefði komið í því félagi. Bréf þetta var lesið upp og síðan var eítir- farandi fundarsamþykt gerð. Þar sem fundarsamþykt Gimli safnaðar viðvíkjandi sam- bandi hans'við kyrkjufélagið er, að því er vér álítum, bygð á röngum skilningi á hinni nýju tilhögun amerísku unitarafélagsins á trúboði meðal Vestur-lslendinga, þá eru það vinsamleg til- mæli vor að Gimli söfnuður taki þetta mál til frekari íhugunar. Afrit af tillögunum sendist söfnuöinum með þessaii fundar- samþykt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.