Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 13

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 13
HEIMIR vegna þess, aö þangað, en ekki lengra geti þeir komist. Öm- urleg er skoöun þessi, vegna þess, að sé hún látin gilda alstaðar þá er ekki hægt að hugsa sér braut þá, sem mannsandinn hefir gengiö frá byrjun ööruvísi en villubraut, og allt þaö seni fundist hefir á þeirri lei'ö, og sern mennirnir hafa nefnt sannleik og reitt sig á veröur aö blekkingu. Þaö þarf ekki aö því aö spyrja frá hverju sjónarmiruhu liestir líta á sannleikann. Þeim fer, sem betur fer, fækkandi, sem einblína svo aftur í tímann aö þeir ekki sjái breytinguna og framföiina, sem æ og æfinlega á sér staö; stundum hraöfara og stundum hægfara. Flestir trúa aö þaö sé nauösynlegra starf aö leita nýs sannleika en aö varöveita þaö sem einhvern tíma var nefndur sannleikur án nokkrar verulegrar íhugunar hvort það getur enn bori'ö þaö nafn. þaö liggur í rneövitund allra heilbrigt hugsandi manna, að þessi sannleiksvarðveizla sé að miklu leiti eySsla á kröftum, vegna þess, aö það sem sé í raun og veru sannleikur verði ávalt bezt geymt með því að láta það hverfa inní og sameinast nýjum sannleik. Flestir hafa mist alla trú á fortakslausar heimildir einhverstaðar aftan af öldum og.það jafn- vel í þeim efnum, sem vísindaleg ranrisókn getur ekki æfinlega náð út yfir. Þeir treysta þeim, sem nú lifa betur til að ákveða hvað fyrir þá sjálfa skuli vera sannleikur heldur.en þeim, er fyrir löngu síðan voru uppi. En það sem skortir er viljinn til að framfylgja þeirri eöli- legu stefnu, er í þessari afstöðu felst. Menn eru hræddir og hikandi að fylgja þeim, er vilja halda úfram í sannleiksleitinni, þeim finst það vera að slíta of mörg bönd er tengi þá vi'ð þetta, sem þeir þó í hjarta sínu ekki viðurkenna að vera hið bezta. Hugsa þeir hinir sömu um það, að með slíkum hálfieik eru þeir að skifta sjálfum sér á milli tveggja stefna, sem í raun og veru eru hver annari andstæðar ? Hugsa þeir um það, að hin bezta afstaöa, sem nokkur maður getur haft gagnvart nokkru málefni er að vera einlægur og ákveðinn með því, sem maður sér að er sannast og réttast ? v ---------o-c ^)

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.