Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 16

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 16
12 HEIMIR fyrsta og nauðsynlegum og sönnun skoðunum og heilbrigðu áliti. Þessi alment viöurkendi sannleiki nær til trúmálanna engn síðar en annara mála. Menn ættu engu síöur aö foröast þar sleggjudóma og órökstuddar ályktanir en í öörum efnum. En samt er það einmitt í þeim efnum aö mörgum finst óþarft og jafnvel ómögulegt aö vera nákvæmur og varfærinn í dómum sínum, finst rangt aö heimtað sé aö álitin séu æfinlega bygð á þekkingu og réttum skilningi. Þaö má sérstaklega oft heyra á dómum þeim, eríólk kveöur upp yfir nýjum trúmálastefnum, aö þaö hefir aldrei reynt að kynna sér þær. Það er eins og margir álíti, að þegar þeir hafa lært eitthvert nýtt nafn þá hafi þeir um leiö lært allt, sem hægt er aö vita um þaö, sem hefir þetta nafn. En eintóm nöfn, hvaö mörg sem þau kunna aö vera, eru engin þekking, alveg einsog eintórn nafnorð mynda aldrei skiljanlegt mál. I mál- inu'þarf a5 bæta viö lýsingaroröum er lýsa eðli og ásigkomulagi þeirra hluta, er nafnorðin tákna, og sagnorðum, er skýra frá verknaöi og samböndum þeirra. Þekking verður þá fyrst til'er hlutirnir þekkjast meira en að nafninu til. í trúmálum sem öllu öðru fæst þekking, sem er meira en eintóm nafnaþekking, aðeins með því.að kynna sér allar þær stefnur nýjar og gamlar, sem maður hefir tök á að kynna sér— Og það ætti ekki að vera neinum manni of vaxið nú á dögum að afia sér nokkrar þekkingar á þeim stefnum, sem efstar eru á dagskrá og mest er ritað og rætt um. Sá hugsunarháttur, að það sé nóg að láta nokkra menn kynna sér allt þetta nýja, sem er að birtast ár frá ári, og fara svo eftir ítliti þeirra, erkatólskur ófrelsis hugsunarháttur, sem er alveg ósamboöinn þeim anda, sem hefir verið helsta og bezta einkenni mótmælenda síðan á sextándu öld. Hugsunarháttur þessi stingur sérstaklega í stúíf við hina strang vísindalegu aðferðir nútímans, sem alstaðar eru viðteknar þar sem menn vilja afla sér þekkingar af einhverju tagi. Lífsskoðanir og trú vor únítara hafa ekki átt því láni að fagna að vera skoðaðar ofaní kjölinn nema af tiltölulega fáum.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.