Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 17

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 17
HEIMIR Flestir hafa látiö sér nægja sögusögn annara, og þaö miður vin- veitta sögusögn stundum. þaö' er því engin furöa þó maður reki sig stundurn á vanþekkingu og misskilning þeim viövíkjandi, og það jafnvel hjá þeim, sem ættu aö vera þeim kunnugir. Hvort sem menn eru einni stefnu hlyntir eöa mótfallnir, er þeim nauösynlegt að þekkja hana meira en að nafninu til. Bæði vörn og mótmæli í þeim málum, sem eru lítt kunnug, verða lít- ilfjörlcgt kák. Þegar menn hafa aöeins nafniö eitt til að byggja á verða dómarnir sleggjudómar og lorið glamuryrði, sem ekkert má leggja uppúr. Únítaratrúin verður ekki þekt á réttan hátt nema að hún sé skoðuð sem hreyring í sögu hinnar kristnu kyrkju. Og það þarf meira en að þekkja sögu þessarar hreyfingar frá þeim tíma, er hún byrjar sem ákveðin og sérstæð hreyfing í sögunni, tildrög hennar og orsakir verða einnig að takast til greina. Sé hún þannig skoðuð mun flestum óhlutdrægum og réttsj'num rnönn- um virðast, að hún sé eðlileg og óhjákvæminleg afleiöing vissra skynsemistrúarstrauma.er meira eða minna hefir á brytt í kristnu kyrkjunni frá byrjun. Þessir straumar hafa komið í ljós á margvíslegan hátt, sem ekki er runi til að ræða ýtarlega í þetta sinn, en þeir sem söguna þekkja kannast vel við þá. Um veru- lega þekkingu á únítarískum trúarskoðunum getur þá fyrst verið i aö ræða er þessi tildrög hreyfingarinnar, og síðan hreyfingin sjálf, eru gerð að rannsóknarefni á alvarlegan og óhlutdrægan hátt. Annað sem benda má mönnum á, bæði þeim, sem eru únítarískum trúarskoðunum hlyntir og þeitn, sem það eru ekki er, hversu mikið af þeim skoðunum er nú þegar komið inní . íslenzkt lúterskt trúarlíf og skoðanir. Það stendur á sama hvort menn vilja kannast við það eða ekki, það er þar, verkin sýna merkin. Það má segja þetta án þess að gera nokkra til- raun til að gera h'tið úr þvf'sem aðrir hafa gert í sömu átt, eða þeim áhrifum, sem hafa borist frá öðrum hreyfingum. Þeir sem ekki vilja kalla sig únítara ættu að ganga úr skugga um hvort þeir hafa ekki tekið eitthvað að láni, og hvort það væri

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.