Heimir - 01.09.1909, Page 17

Heimir - 01.09.1909, Page 17
H E I M I R 13 Flestir hafa látiö sér nægja sögusögn annara, og þaö miöur vin- veitta sögusögn stundum. þaö er því engin furöa þó inaöur reki sig stundum á vanþekkingu og misskilning þeim viövíkjandi, og þaö jafnvel hjá þeim, sem ættu aö vera þeim kunnugir. Hvort sem menn eru einni stefnu hlyntir eöa mótfallnir, er þeinr nauösynlegt aö þekkja hana meira en aö nafninu til. Bæöi vörn og mótmæli í þeim málum, sem eru lítt kunnug, veröa lít- ilfjörlcgt kák. Þegar menn hafa aöeins nafniö eitt til aö byggja v á veröa dómarnir sleggjudómar og lotið glamuryröi, sem ekkert má leggja uppúr. Unítaratrúin veröur ekki þekt á réttan hátt nema að hún sé skoöuö sem hreyfing í sögu hinnar kristnu kyrkju. Og þaö þarf meira en aö þekkja sögu þessarar hreyfingar frá þeim tíma, er hún byrjar sem ákveðin og sérstæö hreyfing í sögunni, tildrög hennar og orsakir verða einnig aö takast til greina. Sé hún þannig skoöuö mun iiestum óhlutdrægum og réttsýnum mönn- um virðast, aö hún sé eðlileg og óhjákvæminleg afieiöing vissra skynsemistrúarstrauma.er meira eöa minna hefir á brytt í kristnu kyrkjunni frá byrjun. Þessir straumar hafa komið í ljós á margvíslegan hátt, sem ekki er rúm til aö ræöa ýtarlega í þetta sinn, en þeir sem söguna þekkja kannast vel viö þá. U111 veru- lega þekkingu á únítarískum trúarskoöunum getur þá fyrst veriö aö ræða er þessi tildrög hreyfingarinnar, og síöan hreyfingin sjálf, eru gerð aö ratinsóknarefni á alvarlegan og óhlutdrægan * hátt. Annað sem benda má mönnum á, bæöi þeim, sem eru ' ' únítarískum trúarskoöununr hlyntir og þeim, sem þaö eru ekki er, hversu mikiö af þeim skoöunum er nú þegar komiö inní íslenzkt lúterskt trúarlíf og skoöanir. Þaö stendur á sama hvort menn vilja kannast viö þaö eða ekki, þaö er þar, verkin sýna merkin. ÞaÖ má segja þetta án þess að gera nokkra til- raun til aö gera lítiö úr þvf sem aörir haía gert í sömu átt, eöa þeim áhrifum, sem hafa borist frá öörum hreyíingum. Þeir sem ekki vilja kalla sig únítara ættu aö ganga úr skugga um hvort þeir hafa ekki tekið eitthvað aö láni, og hvort það væri

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.