Heimir - 01.09.1909, Page 18

Heimir - 01.09.1909, Page 18
14 H E I M I R ekki eins drengilegt aö kannast blátt áfram viö það, þeir g;etn haldiö þeim nöfnum, sem þeim eru kærust fyrir því. Allur misskilningur er skaölegur, bæöi þeím málefnum, sem misskilin eru, og eínnig þeim sjálfum er misskilja. Margan misskilning er hægt aö foröast með því aö kynna sér málefnin betur. Komast aö rann urn hvaö þau séu. Það er fyrirhöfn, en þaö er fyrirhöfn, sem margborgar sig. Einn sá bezti and- legur fjársjóöur, sem nokkur maðurgetur átt er sönn þekking á því andlega lífi, sem samtíðarmenn hans lifa; enginn sannment- aöur maöur má án þeirrar þekkingar vera. MODERNISMINN Einsog öllum er kunnugt hefir nú á síöustu árum allsterk hreyfing átt sér stað innan katólsku kyrkjunnar, sem nefnist “Modernism.” Hreyfing þessi er í raun og veru margar hreyf- ingar, er allar stefna í þá átt, aö koma á ýmsum breytingum í katólsku kyrkjunni í samrærni viö nútíöar þekkingu og hugsun- arhátt. Italía er fööurland katólsku kyrkjunnar ; þar hafa páfarnir setiö öld eftir öld á “ stóli Péturs ” einsog kyrkjan kemst aö oröi. Reyndar er ekki ein einasta söguleg sönnun til fyrir því aö Pétur postuli hafi nokkurntíma komið til Róm, heldur aöeins sögusögn, og þaö er kyrkjunni nóg. Á Ítalíu tapaði kyrkjan hinum síöustu leifum síns veraldlega valds er landiö var gert aö einu ríki fyrir nærri 40 áruin síöan, en kyrkjan hefir aldrei viöurkent missir þessa valds. Hún heldur enn fram þeirri kröfu aö hver katólskur inaður eigi að fylgja aöeins þeim stefnum í stjórninálum, sem kyrkjan viöurkenpir aö vera réttar. Þessi krafa er auövitaö ekkert nema nafnið tómt þar sem rneiri hluti landsmanna er ekki katólskur, en á Italíu eru rúmlega 97 af hundraöi katólskir, og þegar þess er gætt, er vel skiljanlegt aö sú stefna, senr páfinn óg kyrkjan vill aöhyllast í stjórnmálum megi sín mest.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.