Heimir - 01.09.1909, Side 19

Heimir - 01.09.1909, Side 19
Á ItEilíu, einsog í flestum öörum -löndum hafa nýjar stjórn- mála og mannfélagsskipulags hrej'fingar komiö mikiö í ljós á síöari árum. Sérstaklega hefir sósíalista stefnan rutt sér til rúms á meöai fátæ.kari lrluta þjóöarinnar. I Evrópu hvarvetna eru sósíalistarnir andstæöir kyrkjuvaldinu og eins á Italíu. En inenn, sern eru kyrkjunni hlyntir hafa víöa komið fram meö sérstaka tegund af sósíalisma, sem þeir, kalla kristilégan sósíal- isma. Á Italíu og víöar eru til menn, er vilja aöhyllast þennan kristilega sósíalisma í einhverri rnyr.d, en segjast jafnframt vera katólsku kyrkjunn i trúir. Ennfremur vilja þeir aö kyrkjan hætti öllum kröfum til síns fyrra veraldlega valds. Þessir ínenn ern modernistar í stjórnmálalegu og samfélagslegu tilliti. Þeir vilja láta kyrkjuna breyta afstöðu sinni í samræmi við þeirra eigin hugmyndir, en vilja alls ekki segja skiliö við kyrkjuna þó hún hafi altaf fordæmt skoöanir þeirra. Guöfræöis modernistarnir eru annar flokkur. Þeir leggja aðal áherzluna á viötekningu nýrra vísindalegra aöferöa í guö- fræöinni. Þeir vilja láta katólsku kyrkjuna taka upp hærri krítíkina og sögulega rannsókn í trúmálum ytirleitt. Þeir viöurkenna aö í öllum trúarbrögöum sé eitthvaö gott aö finna, en halda fram aö kristindómurinn sé hin sannasta trú. Kat- ólsku kyrkjuna viöurkenna þeir sem verndara og viöhaldara þessarar sönnustu trúar, en til aö geta veriö þaö á réttan hátt þarf hún að breytast og fylgja tímanum. Þessir rnenn ganga í ýmsum atriðum furöu langt í frjálslyndis áttina, en samt viröast þeir yfirleitt vera langt frá því aö hafa skift um skoðanir í aöalkenningum kyrkjunnar, sem þó frá sannfrjálslyndu sjónar- tniöi veröa að falla, sé þeim aöferðum beitt til hlítar, er þeir segjast vilja láta kyrkju sína aöhyllast. I þriöja lagi má nefna þá modernista, sem heimta meira trúarírelsi fyrir einstaklinginn innan katólsku kyrkjunnar. Þessi flokkur skiftir sér lítiö af málum þeim, er snerta kyrkjuna sem heild, hvort heldur guöfræöisleg eöa stjórnarfaisleg ; hann leggur aöaláherzluna á. aö einstaklingurinn hafi meira frelsi en nú á sér staö til þess aö leggja rækt viö sína eigin hugsun og tilfinningu í trúarefnum. Þessi tilhneiging hefir

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.