Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 20

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 20
t6 HEIMIR altaf átt sér staö í katólsku kyrkjunni og einnig í mótmælenda- trúar kyrkjum, hún hefir komiö í ljós í dulspekinni (mysticism) og öðrum hreyfingum er hafa reynt að varpa af sér kreddu—og guösþjónustusiöakerfum þeim, er viðtekin hafa verið. Þetta er sá flokkur modernista, er á auðveldastan hátt getur átt sér staö og vaxiö innan katólsku kyrkjunnar, en um leiö sá, sem hættast er vi5 að minst láti til sín taka er til verulegra umbóta kemur. - Modernisminn er allsterk hreyfing, og flestir frjálslyndir rnenn munu viðurkenna að hanu sé hreyfing, sem stefnir í rétta átt og sé líkleg til að verða til þess að auka andlegt frelsi í heiminum. En þrátt fyrir það er hann ekki gallalaus—Stærsti gallin er mótsögnin, sem felst í afstööu modernistanna gagnvart katólsku kyrkjunni. Ein af ákærum kyrkjunnar gagnvart modernistunum er sú, aö þeir hafi sömu afstöðu sér gagnvart og þeir, sem utan kyrk- junnar standa. Þessu mótmæla modernistarnir harðlega, þeir kalla sig sann katólska, þeir vilja viðtaka þær hugsana og rann- sóknaraðferðir, sem hafa leitt menn til að skilja við katólsku kyrkjuna, en samt vilja þeir umfram alt halda nafninu. í þessan afstöðu liggur mótsögn, sem ómögulegt er að verja. Hversu æskilegt sem það kann að vera að umbæta katólsku kyrkjuna verður því þó ekki neitað að umbæturnar tilheyra á engan hátt katólsku kyrkjunni. Þær eiga upptök annarstaðar og modernistarnir vilja leyfa þeim rúm innan kyrkjunnar, En páfinn, sem ekkert viðurkennir sem rétt nema þaö sem kyrkjan hefir áður viðurkent, hefir á alveg réttu að standa er hann heldur fram að modernisminn sé ókatólskur og að þeir menn, sem hann aðhyllast séu ekki sann katólskir. Væri hann modernistunum sjálfum samdóma þá yrði hann um leið að kannast við að margar þær skoðanir, sem katólska kyrkjan hefir barist á móti hafi verið réttar, hann yrði þá að viðurkenna fleira cn modernismann sem góða katólsku. Hitt er annað mál hvort meira umburðarlyndi af hans hálfu væri ekki ávinningur fyrir katólsku kyrkjuna.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.