Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 21

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 21
HEIMIR 17 Annaö það se'rn athugavert er viö afstöðu modernistanna er hvort þeir sjálfir kæmu ekki meiru til leiöar með því að rísa upp á móti páfavaldinu og segja skilið viS katólsku kyrkjuna ef á þyrfti aö halda. Skoöanir þeirra hafa verio' dæmdar rangar, og þeim sjálfum hefir verið úthúðað fyrir vantrú og ptrúmensku viö kyrkjuna, rit þeirra hafa veriö sett á skrána yfir rit þau, er enginn katólskur maöur má lesa, Alt þetta vilja þeir heldur þola en aö segja skilið við kyrkjuna. Margir efast um aö hreyfingin geti afkastað nokkru verulegu á þennan hátt, en modermstarnir sjálfir viröast álíta ómissandi aö þeir séu kyrrir í kyrkjunni. Afieiöingin af þessari afstöðu, þó alt, sem henni er hægt að segja til málsbóta sé viöurkent, er sú, aö rnodern- isminn er svo óákveðinn, svo skiftur á milli tveggja andstæöra aöalstefa, að það er lítil eöa engin von, aö í núverandi ásig- komulagi sínu fái hann nokkrum verulegum breytingum áorkaö. innan kyrkjunnar. Þetta er álit margra þeirra, er bezt hafa kynt sér hreyfinguna, t. d. prófessors Adolfs Harnacks í Berlín, og álitiö er ekki bygt á neinni óvild gegn hreyfingunni, heldur á reynxlu liöinna tíina. Því miöur hafa modernistarnir hingaö til ekki veriö nógu ákveönir, þeir hafa ekki getaö losað sig viö þá hugsun aö katólska kyrkjan sé í sjálfu sér sú bezta kyrkja sem til er þrátt fyrir alla þröngsv'ni og afturhald ; þeir vilja umburöarlyndi og talsvert frjálslyndi en ekki einbeitta áfram haldandi stefnu. Þarafleiöandi eru umbóta hugmyndir þeirra á reiki, og þeir, a8 margra áliti, sjálíum sér ósamkvæmir. En þrátt fyrir gallana er þó modernisminn ein af merkilegustu hreyfingum nútímans. Hann sýnir betur en nokkuö annað aö alstaöar eru einhverjir sem heimta framför og eölilegan þroska. Þaö, að menn þeir, er hreyfingunni hafa af stað komið kannast við að andleg framþróun sé rétt ber að virða og líta á með sanngirni. — oo^<^

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.