Heimir - 01.09.1909, Page 21

Heimir - 01.09.1909, Page 21
HEIMIR '7 Annaö þaö sem athugavert er viö afstööu modernistanna er hvort þeir sjálfir kæmu ekki meiru til leiöar með því að rísa upp á móti páfavaldinu og segja skiliö viö katólsku kvrkjuna ef á þyrfti aö halda. Skoöanir þeirra hafa veriö dæmdar rangar, og þeim sjáífum hefir verið úthúöaö fyrir vantrú og ptrúmensku viö kyrkjuna, rit þeirra hafa veriö sett á skrána yfir rit þau, er enginn katólskur maöur má lesa, Alt þetta vilja þeir heldur þola en að segja skiliö viö kyrkjuna. Margir efast um aö hreyfingin geti afkastað nokkru verulegu á þennan liátt, en modernistarnir sjálfir viröast álíta ómissandi aö þeir séu kyrrir í kyrkjunni. Afieiöingin af þessari afstööu, þó alt, sem henni er hægt aö segja til málsbóta sé viöurkent, er sú, aö modern- isminn er svo óákveðinn, svo skiftur á milli tveggja andstæðra aöalstefa, að það er lítil eöa engin von, aö í núverandi ásig- komulagi sínu fái hann nokkrum verulegum breytingum áorkað innan kyrkjunnar. Þetta er álit margra þeirra, er bezt hafa kynt sér hreyfinguna, t. d. prófessors Adolfs Harnacks í Berlín, og álitiö er ekki bygt á neinni óvild gegn hreyfingunni, heldur á reynzlu liðinna tíma. Því miður hafa modernistarnir hingað til ekki veriö nógu ákveönir, þeir hafa ekki getað losaö sig við þá hugsun aö katólska kyrkjan sé í sjálfu sér sú bezta kyrkja sem til er þrátt fyrir alla þröngsýni og afturhald ; þeir vilja umburöarlyndi og talsvert frjálslyndi en ekki einbeitta áfram hafdandi stefnu. Þarafleiðandi eru umbóta hugmyndir þeirra á reiki, og þeir, aö margra áliti, sjálíuin sér ósamkvæmir. En þrátt fyrir gallana er þó modernisininn ein af merkilegustu hreyfingum nútímans. Hann sýnir betur en nokkuö annað aö alstaöar eru einhverjir sem heimta framför og eðlilegan þroska. Þaö, aö menn þeir, er hreyfingunni hafa af staö komið kannast viö aö andleg framþróun sé rétt ber að viröa og líta á með sanngirni.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.