Heimir - 01.09.1909, Page 22

Heimir - 01.09.1909, Page 22
18 H E I M I R BÖKAFREGN Fyrsta og annaö bindiö af hinni nýju ljóöabók Stefáns G. Stephanssonar, “ Andvökur ” eru komin hingaö vestur og eru til sölu víösvegar. Bókin er gefin út á kostnaö nokkurra íslend- inga í Vesturheiini, en prentuð heima í Reykjavík. Frágangur allur er góður, nema bandiö, sem er varla nógu vandað. Það þarf ekki að efa að ljóð Stephar.s G. Stephanssonar eru Vestur- Islendingum kærkominn gestur. Hann er ekki einungis bezta skáld vor Vestur-Islendinga, heldur eitt af stórskáldum allrar íslenzku þjóðarinnar, og aö ýmsu leiti allra vorra skálda ein- - kennilegastur. Á kvæöin veröur betur minnst í næsta blaði. Vonandi er aö allir bókavinir kaupi bókina og sýni meö því skáldinu sjálfu og útgefendunum veröskuldaða viðurkenningu. Önnur bók nýkomin að heiman, sern síöar verður minnst á í Heimir er “Austurlönd,” trúarbragðarsaga Austurlanda eftir Ágúst Bjarnason, Þá bók ætti hver maður að lesa, sem vill fá vísindalegt og óhlutdrægt yfirlit yfir helztu trúarbrögð heimsins. ÞRUMUVEÐUR EFTIR PETKR ROSEGGKK Hún var bálreið. Enginn hafði séð hana jafn reiða áöur, þessa góðlyndu stúlku. Bróöir hennar, aöstoðar presturinn, hugsaði með sjálfum sér : því betra sem reiöin er meiri en ástin, henni gengur þá betur aö sætta sig við það. “Nú fer ég,” hrópaði hún, og þreif brúna sjalið sitt og kastaði því einhvern vegin um herðarnar. “Hvert ætlarðu ? ” spuröi presturinn. “Hvert skyldi ég ætla ?—Til hans. ”

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.