Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 22

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 22
HEIMIR BÓKAFREGN Fyrsta og annað bindiö af hinni nýju ljóöabók Stefáns G. Stephanssonar, " Andvökur " eru komin hingað vestur og eru til sölu víösvegar. Bókin er gefin út á kostnað nokkurra íslend- inga í Vesturheimi, en prentuö heima í Reykjavík.. Frágangur allur er góður, nema bandið, sem er varla nógu vandað. Það þarf ekki að efa að ljóö Stephans G. Stephanssonar eru Vestur- íslendingum kærkominn gestur. Hann er ekki einungis bezta skáld vor Vestur-íslendinga, heldur eitt af stórskáldum allrar íslenzku þjóöarinnar, og a5 ýmsu leiti allra vorra skáida ein- . kennilegastur. Á kvæðin verður betur minnst í næsta blaði. Vonandi er aö allir bókavinir kaupi bókina og sýni meö því skáldinu sjálfu og útgefendunum verðskuldaða viðurkenningu. Önnur bók nýkomin aS heiman, sem síðar verður minnst á í Heimir er "Austurlönd," trúarbragðarsaga Austurlanda eftir Ágúst Bjarnason, M bók ætti hver maöur að lesa, sem vill fá vísindalegt og óhlutdrægt yfirlit yfir helztu trúarbrögð heimsins. ÞRUMUVEÐUR EFTIP PETER HOSKGGEK Hún var bálreið. Enginn hafði séð hana jafn r^iöa áður, þessa góðlyndu stúlku. Bróðir hennar, aðstoöar presturinn, hugsaði með sjálfum sér: því betra sem reiðin er meiri en ástin, henni gengur þá betur að sætta sig við það. "Nú fer ég," hrópaði hún, og þreif brúna sjalið sitt og kastaði því einhvern vegin um herðarnar. ¦ "Hvert ætlaröu ? " spurði presturinn. "Hvert skyldi ég ætla ?—Til hans."

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.