Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 24

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 24
20 H E I M I R “Er þaö mögulegt ? Þaö er þó óttalegt ! Hann hefir oröið aö líða fyn'r syndirnar. ” “Guö gefi oss öllum jafn rólegan dauödaga eftir jafn lang- an aldur,” sagöi lækniiþnn. “Þér eigiö viö gamla könnusmiðin.” “Hann er til hvíldar gengin.” “En ég á viö aðstoöarkennarann.” “Nú, hann Lehendorfer. Já, meö hann gengur það nú öllu ver.” “Eg heyri talaö um slagsmál. Fólkiö skrafar um margt.” “Hann heimsækir ekki systir nágrannans fyrst um sinn.” “A heldur ekkert erindi til hennar, þorþarinn ! Fanturinn sá arna, hann sem-----hamingjan góöa, nú var ég rétt búinn að bölva honum.” “Þeir fóthrutu hann á báöum fótum,” skýröi læknirinn frá. “Þaö var heill hópur af strákum. Fyrir framan gluggan hjá honum Grillbaumer. Fyrst, segja þeir, að þeir hafi bariö á honum, svo stakk hann meö hnífnum. Svo fékk hann þaö sem hann áttí skilið, held ég. Allur marinn og beinbrotinn einsog brúöurægsni.—Verið þér sælir prestur.” Nú, rétt er þaö ! Veslingurinn. Nú áttu kærasta sem ekki getur staöiö á fótunum. Rétt, þú ferö til að láta hann kenna á svipunni. En samt finst rnér einsog þú ekki viljir sleppa honum—Þannig talaöi presturinn viö sjálfan sig eftir aö læknirinn var farinn. Loksins varö klukkan tólf. Klukkan í turninum sló. Presturinn stóö viö gluggan og þuldi bænir sínar. Hann gat endurtekið þær eins oft og hann vildi nú án þess aö súpan yröi köld, því nú var hún alls ekki komin á borðið. I eldhúsimi var enginn eldur og sú, sem átti aö búa rnatinn til var ekki komiri heim aftur, Hún haföi gengið drjúgum skrefum í áttina til húss sútar- ans. Þar leigði þorparinn sér herbergi. Kvenfólkiö stóð kyrt á strætinu og horföi illgjarnlega á eftir henni. Hún heföi helzt viljaö reka þær í gegn meö augnatillitinu.—Horfa niöur fyrir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.