Heimir - 01.09.1909, Page 25

Heimir - 01.09.1909, Page 25
H E I M I R 21 sig ! Nei, aldrei ! Hún var betri en hinar allar til sarnans. Stoltið framleiðir óhamingjuna.—Hún lét svipuna sveiflast í loftinu yfir klakandi gæsunum á veginum. Hún var svo reið að hún fann ekki til neinnar sorgar. Fyrir sex vikum hafði hún trúlofast. Aðstoðarkennarinn var að bíða eftir launaviðbót, og' þá gætu þau gift sig. Svo elskulegur piltur ! En svo ótrúr, svo ótrúr ! En nú skildi hann sjá ! Hún skyldi fleygja honum frá sér, Hún skyldi tleygja honum með fyrirlitningu í glötunar •hyldýpið ! Þangað gæti Grillbaumers stelpan sótt hann—þessi naðra— þessi eiturnaðra. Bara að hún hefði nú öll þau smán- arorð til taks, sem þessi skepna ætti skilið. Hún hafði tælt hann. hjá því gat ekki farið. Þegar Maríanna korn til sútarans varö hún fyrst að spyrja eftir herberginu hans. I bakstiganum rnætti hún garnalli, óhreinni kerlingu. Hún gleirti upp giniö af eintómri ánægju yfir heimsókninni, svo að allar þrjár tennurnar, sern eftir voru sáust. Hún var húsfreyjan, en vildi samt gjarna láta unga' fólkið tala saman í næði. “ Þess þarf ekki, ” sagði Maríanna. Sú gamla beið samt fyrir. utan. Hurðinn var þunn. Niðri í bakgarðinum heyrðust svínin rýta. Andstyggilega lykt lagði útúr hálfopnuin skúr þar sern vinnumennirnir skófu hárið í flyksum af útbleyttum húðum. Loftið í herberginu var rakt, og glugginn var lokaður. 1 rúm- ^ inu lá ungur maður með báða fætur vafða í umbúðir. Hann var fríður. Niður á rakt ennið héngu tveir brúnir hárlokkar. Hann haföi þykt ógreitt yfirskegg, sem þvældist uppí hann um ^ leið og hann talaði. Hún hafði ímyndað sér að hann mundi veröa hræddur þegar hún kærni inn til hans. Hann horfði á hana með blíðlegu augnaráði og rétti henni hendina. Hún staðnæmdist við dyrnar alveg forviða. “ O, þaö er ágætt,” sagði hún. “ Hvað hann heilsar mér vingjarnlega ! Mér sýnist honum ekki vera neitt illa við mig!” Þetta var sagt í háöi til að byrja með. Svo fleygöi hún af sér brúna sjalinu, og þrumuveðrið skall á: Þorparinn þinn ! Óþokkinn

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.