Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 26

Heimir - 01.09.1909, Blaðsíða 26
22 . HEIMIR þinn ! Það er mítulegt handa þír ! Þair ættu aö hafa brotiö þig allan, handleggina og hausinn !'.' Hann svaraði engu. Hann vissi hvaöan á sig stóö veðriö. Hann reyndi að flýja undan því og kallaöi á húsfreyjuna og bab' hana um vatn. "Já geröu svo vel," sagöi Maríanna. "Er ekki sú sem þú elskar viS hendina til að hjálpa þér.? Þú færð þó að finna til hennar vegna ! "—Hver gat séö á henni að orðin skáru brjóst hennar einsog beittur hnífur. ? "Maríanna," sagði sjúklingurinn aö lokum. "Ég vil ekki segja sjálfan mig betri en ég er. Hef gert rangt, en ekki eins mikið og þú heldur. Svo hefði ég aldrei getað gleymt sjálfum mér. "Ljúgðu engu ! " kallaöi hún upp. " Menn beinbrjóta ekki aðra af afbrýðissemi fyrir engar sakir." Eftir nokkra þögn sagði hann með þráa : "Hver kvelst af því nema ég sjálfur ? Þegar þú tekur því til svona, hverjum kemur það þá við.?" "Hverjum kemur þaö við, spyrðu," sagði hún með hægð. "Hverjum hefurðu heitið trygð Hans ? A síðustu Pálsmessu ? Veiztu það ? Viltu vera mér trúr, ? spuröi ég þig. Og þú, hvað hugsar þú um mig ? Maður sem brýtur drengskaparorð sitt ! Þú hefir sjálfur sagt að það væri eins gilt og hvert annað drengskaparorð að lofa unnustu sinni að vera henni trúr. Fan- tur sá, sem það brýtur ! Og nú, eftir einar sex vikur ? Eg þarf ekki að segja hvað þú ert, þú hefir sjálfur sýnt það." Hann reisti sig á olnbogan og sagði bistur : "Getur þú borið á mig nokkurt ódæði ? Hefir þú séð það ? " Nú varð hún hamslaus : "Bera á móti ! Bera á móti ! Þú ert mesti fantur. Vegna þess að ég hafi ekki séð það berðu á móti því. Það yrði laglegt hjónaband, þegar þú hugsar : bara ef hún ekki sér það. Hvar á trygðin að vera, fyrst eða seinast? Til hvers gifti ég mig nema til að eiga trúan mann. Ég get líka verið ógift. Hjá bróðir mínum skortir mig ekkert. Og þaö væri þúsund sinnum befra aö vera vinnukona alla æfi en

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.