Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 6

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 6
30 HEIMIR íslenzk náttúra rneö sinni hrikalegu fegurö er máske ekki eins vel fallin til þess aö glæöa feguröar tilíinninguna og aö vekja manninn til djúprar umhugsunar á tilverunni. Samt hefir hún óþrjótandi fegurðar uppsprettur fyrir hvert listamans auga. Og líklega er listamanna fæöin á Islandi, einsog margt ileira, ööru að kenna en því, að hin náttúrlegu skilyrði vanti. En oss Vestur-íslendinga skortir næstum alt senr er nauð- synlegt til að þroska listarnenzku hæfileikana. Vér höfum enga stórfenga náttúru fegurð, né heldur, enn sem kotnið er, neina verulega möguleika til mentunár í þeim efnum, nem'a með fyrir- höfn og kostnaði. Þrátt fyrir það mun all lífvænlegur vísir vera til vor á meðal, sem undir rétturn kringumstæðum gæti þroskast og orðið þjóðflokki vorum til sóma. En til þess þyrfti hugs- unarhátturinn mikið að breytast, því listir, einsog vísindi, þrífast ekki í þeitn jarðvegi þar sem alt er metið eftir hagnaði. Eitt ættum vér aö geta haft, og það er heilbrigð smekkvísi. Að láta sér alveg á sama standa um það sem fagurt er og vel á við er jafn ílt og hitt, að elta tízkuna með allri hennar heimsku og smekkleysi. Það er einkenni liinnar sönnu fegurðartilfinn. ingar að maðurinn sjálfur hverfi aldrei á bak við skrautið, sem hann ber á sér, en að ytra útlitið sé svo, áð það á engan hátt sé gagnstætt þeiin innri eiginleikum, setn maðurinn hefir til að verða sem fullkomnastur maður. Trúarbrögðin eru sá þátturinn í andlegu lífi vor Vestur-íslend- inga, sem mest ber á. En, einsog sagan sýnir, er trúin ekki æfinlega einlægust og dýpst þegarmest er deild um kyrkjumálin. Hávaðinn er oft mestur þar sein minst er af verulegri sannfær- ingu inni fyrir. Þess vegna getur verið algerlega rangt að dæma trúarlífið eftir því hvað efst er á dagskrá í umtali. Það má segja, að hvergi komi allar lyndiseinkunnir manna betur fram en í trú þeirra. Það sem maðurinn í hjarta sínu vill ekki vera lætur hann heldur ekki trú sína vera. Það er enginn vafi á því að vér Islendingar látum skynsemina ráða rneiru í trúarskoðunum vorum heldur en margt annað fólk. Tilfinninga lífið á ekki rnjög mikin þátt í því að ákveða hverju .

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.