Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 9

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 9
HEIMIR 33 Þrátt fyrír þaö, þó aö skáldskapur íslenzku þjóöarinnar sé auöugri en líklega nokkurar annarar þjóöar skáldskapur af lieimspekilegum hugleiöingum hefir samt enginn mikill heims- pekingur veriö uppi á Islandi. Vel getur verið aö orsökin til þess sé aö nokkru leiti sú, aö kringumstæöurnar hafi ekki leyft neinum aö helga líf sitt heimspekinni. En hafi kríngumstæður- nar veriö óhagstæöar á Islandi, þá eru þær ennþá óhagstæöari hér, Heimspeki er aö vísu mikiö stunduð hér í Vesturheimi, en vér íslendingar búum ekki þar sem áhrifa henna gætir inest, þvert á móti erum vér þar sem þröng kyrkjutrú og gróöa til- lineigingin ráöa mestu. En heimspekin þarf aö vera laus viö yfirráö kyrkjukenninga og búksorg. Þar viö bætist, aö hér í landi næralt undra mikilli útbreyöslu sem nýtízkulegt nafn er gefiö, hversu mikil heimska sem þaö kann að vera. Hvergi er jafn miklu logið í nafni vísindanna, og hvergi er fólk jafn reiöu- búiö til aö gleypa við þessháttar lygi. Þess vegna getur öll vitleysa.sem er laglega auglýst fengiö áhangendur, er skoöa hana hina dýpstu speki. Náttúrlega kemur þetta til af því, aö hér treystir alveg óupplýsí fólk meira á sína eigin dómgreind í hverju sem er en annarstaðar á sér stað. Vér Islendingar hér höfum of oft látið blekkjast af þessum andlegu skottulækningum, og í livert sinn sem vér látum blekkjast veröur þaö til þess, aö gera sönnum og skynsamlegum hugmynduin erviöara að festa rætur vor á meöal. Þó lítið útlit sé fyrir að heimspekin veröi nokkur þýðingarmikill þáttur í andlegu lífi voru fyrst um sinn er samt engin ástæða til aö ætla, aö hún ekki geti haft nokkur áhrif á trúar og lífsskoöanir vorar, sé þess gætt, aö leyfa ekki öllu illgresi aö vaxa, í þeirri trú, aö það geti borið nýtilega ávexti. Sem eölilegt er, er alt andlegt líf hér hjáoss Vestur-íslend- ingum fremur fátæklegt þegar þaö er boriö saman viö það sem víöa annarstaðar á sér stað. En hinu verður ekki neitað aö vér eiguin hæfileika, sem inikið má gera meö séu þeir réttilega undirbúnir og þeiin réttilega beitt. Þaö er ekkert eins áríðandi og aö þeir sein á skólum mentast verði ekki fyrir áhrifum aftur- halds og þröngsýni. Andlega frjálsir menn veröa andlega

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.