Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 13

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 13
HEIMIR 37 og var þar til dauöadags. Þegar er hann kom aö Sandbrekku byggöi hann upp öll hús aö nýju, bæöi bæjar hús og peningshús, og vandaði til þess miklu betur en þá var títt. En þegar fram í sókti líkaði honum ekki torfbærinn og reif hann þáallan niöur, og byggöi stórt og vandað timburhús. En þrátt fvrir allan þennan kostnað, og þunga fjölskyldu er hann haföi fram aö færa, græddist honnm fje, svo að hann var einn meö efnuöuslu bændum Fljótsdalshjeraðs, og hjelt þó uppi rausn á heimili sínu, móts viö þá er bezt gjöröu það, enda var kona hans Guörún Jónsdóttir, bónda frá Torfastööum í Jökulsárhlíð, honum samhent í búskapnum. Sveitarstjórn haföi Halldór á hendi í Hjaltastaöaþinghá, og leysti þau störf af hendi meö heiöri. Hann átti mörg ár sæti í sýslunefnd og stjórn Eiðaskólans, og hlaut, og þaö aö tnakleg- leikum, heiöursiaun fyrir búskap sinn úr veölaunasjóöi Kristjáns konungs níunda. Halldór var frernur lágur á velli en þjettvaxinn, og rneö, mestu krapta mönnum sinnar tíöar, snyrti maöur í framgangi, og urn hann mátti meö sanni segja aö hann var “þjettur á velli og þjettur í lund.” Hann var hæglátur hversdagslega, og nokkuö óframfærinn, er ræöa var um almenn tnál. En yröi hann ör af víni sem sjaldan var, þá þurfti meira en meöalmann til aö mæla hann inálum, því fastlyndur var hann og vildi ekki hlut sinn láta. Mjög var hann skeintilegur heím aö sækja, og haföi mikiö yndi af aö ræöa við gesti sína, og Jtótt hann væri afbrigöa starfs maöur, taldi hann aldrei eftir sjer aö sleppa verki ergesti bar aö garði. Hann var greindur í betra lagi, og miklu betur aö sjer bóklega en þá var títt er hann óx upp. Kona Halldórs var dáin fyrir 20 árum síöan, og var hann því fyrir löngu hættur búskap, og dvaldi hjá elsta syni sínum Sigfúsi er tók viö jöröinni og búinu. Síöustu árin var hann hrumur rnjög, enda var hann kominn um áttrætt, er hann Ijezt miövikudaginn síöasta í vetri 1809. Mátti um hann segja liiö fornkveöna “Jtar fór nýtur inaÖur.” En þaö var fyrir löngu auösjeð að Jæssi starfsami lieiðurs- maöur var aö jDrotum kominn, og vinir hans unntu honum

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.