Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 25

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 25
H E I M I R 49 “Ó, já—Eg veit, öll saga er svört af synd og blóöi fjær og nær— En til er lína læs og björt sern ljós á suma bletti slær— þaö er frelsiö. Það er sf varanlegt þó völd og auöur veröi aö engu—“Iö enska gull skal fúna fyr en fresis þrá sé börð á dyr, Hvaö er þaö senl einkennir skáldskap Stepháns G. Steph- ánssonar? I f\'rsta lagi djúp hugsun. Þaö eru kjarnmiklar, heilbrigöar hugsanir í iiestu, sem hann yrkir. Hann hiröir ekkert um almenningsálitið, bara segir þaö sem honum býr í brjósti, og segir þaö þannig aö þaö er ekki um aö villast hvað hann ineinar. Þaö er ekki um það aö efast aö Stephán er eitt af djúp gáfuðustu íslenzkum skáldum og gáfur hans eru eitthvaö svo djarfar og einarðar, aö manni verður strax hlýtt til hans, einsog kennara, sem maöur veit aö altaf segir manni allan sann- leikann, einsog hann sér hann. “Þeir koma svo skrítnir úr skólum,” segir hann í dálitlu gamankvæði um mentamennina. Honum er illa við tilgeröina, sem honum finnst vera einkenni sumra þeirra. Og lrver getur láö honum það jafn tilgeröarlaus og þróttmikill sem hann sjálfur er.. Annaö einkenni Stepháns er aö hann erskáld í hverja taug, honum er náttúrlegt að yrkja. Spurningunni hvaö er skáld ? svarar hann svona : “þaö er djúpur eldur í ösku þunnri falinn.” Einmitt svona hlýtur skáldgáfa hans að vera. Hann horfir augum skáldsins á alt og þessvegna veröur flest sem fyrir augu ber honum aö yrkisefni. List Stepháns er ekki í meðferð málsins fólg- in og ekki heldur í því, aö svífa ígeimi hugsjónanna fyrir ofan hinn virkilega heim, en lnin er í því fólgin, að draga myndir meö sterkum og skýrum dráttum af því, sem fyrir augu ber, og að geta brugöiö upp löngii liðnuin viðburðum fyrir sálarsjónir lesend- anna svo aö hluttakendurnir í þeirn verði eins og lifandi persón- ur á leiksviöi. Fá íslenzk skáld munu gera þetta betur en hann, og þessvegna er list hans eins fögur og þeirra flestra. Þaö hefir oft veriö aö Stepbáni fundið að liann væri þung- skilinn. I raun og veru er það ekkirétt aöhann sé þungskilinn,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.