Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 27

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 27
H EI M I R 5i líkt viö þjótandi vind og fljúgandi val. Höf. er ekki vel kunn- úgur íslenzku sveitalífi. Þó boöskapur agentsins sé ýktur er samt andinn í honum nákvæmlega hinn sami og í ræiium sumra landa hér er þeir hafa veriö a‘5 feröast heiina. Lýsingin af land- náminu er góö, .og eitthvert bezta kvæöiö er “ Bólan ” þar sem sona missinum er mjög vel lýst. Lengsta kvæöiö ‘‘Guörún,” sein segir frá veru Guðrúnar, dóttur Jóns í Winnipeg og hjóna- liands-óhamingju hennar, er í heild sinni' ekki bezta kvæöiö, þó einstæöingsskap umkomulauss unglingsins sé vel lýst. Sagan um Guörúnu hefir verið sögö svo oft áöur, aö hún hrífur ekki lengur. Innanum tilþrifin koma, því miöur, fyrir óskáldlegar setningar þar sem bæöi hugsun og mál veröa of dagslega til fara. En þessir gallar eru þó miklu færri en kostirnir. Höfundur kvæöanna er vel þektur sem skáld hér vestan hafs. Af þeim yngri er hann eitt hiö efnilegasta. Þess ber aö gæta aö kvæöin eru ort í tómstundum frá daglegum störfum, en fyrir fátæka bændur hér út um bygöir eru tómstundirnar fáar og stopular. Þess vegna má ekki búast viö aö alt veröi jafn vel vandaö, en hin beztu tilþrif hvers skálds sýna hvaö þaö getur. Ytri frágangur kvæöanna er ekki sem beztur. Meinlegar prentvillur eiga sér staö og innheftingin í kápuna er léleg. ■ Ágtíst Bjurnason : Yíirlit vtir sögu nuinnsandans. Austurlönd. Reykjavík, IÍI08. Kostnaöarmaöur Sigurður Kristjánsson. prentsniiöjan Gutenlierg. Bók þessi er fyrsta bindiö af ritverki, er höfundurinri nefnir “Yfirlit yfir sögu mannsandans.” Fjóröa og síöasta bindiö, sem ijallar um andlegt líf nítjándu aldarinnar kom út fyrir eitthvaö tveimur árum, en á ööru og þriöja, sem eiga aö fjalla urn lieim- speki Grikkja og Rómverja ogandlegt líf í Evrópu frá þeirra tíö niöurtil nítjándu aldarinnar er síðar von. í þessu fyrsta bindi er skýrt frá trúarbrögöum Austurlanda, trúarbríigöum Kínverja, og Indverja, Babylóníu—og Assyríumanna, Medíumanna, Persa og Gyöínga,og byrjun Kristninnar, sem eru skoöuð bæði frá sögulegu og innihaldslegu sjónarmiöi. Einsog viö er aö búast er víðast fariö fljótt yfir sögu, en þó er sagt frá öllu því helsta Ijóst og greini-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.