Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 3

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 3
HEIMIR 55 í háttum sínum var Kant næsta einkennilegur. Hann lifði ókvæntur alla æfi og feröaöist aldrei út úr héraðinu, sem hann var fæddur í. Störfum sínum öllum raöaöi hann niöur meö mestu nákvæmni og gætti vandlega aö breyta aldrei út af viötekinni reglu. Sú saga er sögö um hann. aö hann hafi á hverjum degi kl. 4 gengið sama strætiö útúr bænum og til baka aftur sömu leiö, sér til hressingar, á meöan hann var í Königs- berg. Svo reglubundnar voru þessar gönguferðir aö fólkiö, sem á strætinu bjó haföi til siðs aö setja klukkur sínar þegar það sá prófessor Kant ganga framhjá. Heima fyrir liföi hann alger- lega kyrlátu lífi og gaf sig viö engu nema bókum sínum. Þessi, næstum smámunalega, fastheldni viö viöteknar reglur kemur í ljós í flestum rituin hans og stingur mjög í stúf við hina hlífðar- lausu gagrýni hans á viöteknuin skoöunum og hugsunarhætti. Ekki er það síður einkennilegt aö þessi einræni og óásjálegi maður skyldi koma fram meö skoðanir, sem bera vott um auðugra sálarlíf og sterkari viljakraft en skoðanir jafnvel nokkurs annars heimspekings fyr eöa síöar. Ar eru vanalega dýpstar þar sein þær eru lygnastar, og margir þeir, sem yfir- lælislausastir eru búa yfir mestu. Kant skrifaöi mikiö en flest af því er mjög illa skrifaö hvað rithátt snertir. Hann virðist mjög lítið far hafa gert sér um að færa hugsanir sínar í fagran búning. Stíllinn er þunglamalegur og tilbreytingarlaus, og efninu er skift niður samkvæmt reglum, sem oft virðast vera aöeins til þess aö gera það flókiö og þung- skiliö. Af þessu leiðir að bækur Kants eru mjög óaðgengilegar og erliðar, og fáa mun fýsa að lesa þær aftur eftir aö lestri jæirra er lokiö í fyrsta sinn; samt munu flestir, sem fara aö lesa þær á annað borö, finna hvöt hjá sér til aö hætta ekki fyr en þeir hafa skilið þær. Ritum Kants er vanalega skift í tvent : þau sem hann ritaöi fyrir 1770 og þau sein hann ritaði síöar. Hin fyrri bera keim af skoðunum þeim, sem ríkjandi vofu í þýzkri heimspeki fyrir og um hans daga, hin síöari aftur á móti byrja nýdt tímabil, ekki einungis í heimspeki Kants heldur einnig í heimspekinni yfirleitt. Þegar hann var kominn hátt á fimtugs aldur hafði

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.