Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 6

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 6
HEI MIR 5» kyrkjulegri embættis heimspeki í gegnum j)á Leilmizog Christian W’olff, og þaS var gegn henni sem Kant snérist. En áöur en vér komum aö Kant sjálfum veröur aö minnast nokkuð á nán- ustu fyrirrennara hans, þá menn sem beinlínis höföu áhrif á lmgsunarhátt hans og skoöanir. He'imspeki Descartes varö hin ríkjandi stefna á Frakklandi um all langan tíma. En hún fullnægöi ekki öllum. Descartes haföi klofið tilveruna í tvent—efni og sáJ. A milli Jæssara helminga, sögöu fylgjendur hans aö væri djúp staðfest, sem ómögulegt væri aö brúa til fullnustu. Þá kom upp ný kenning, og þeir sem henni héldu fram sögðu, aö J>að væri ekkert djúp til á milli efnis og sálar, vegna J>ess aö aöeins efniö væri virkilegt. Þeir sem J>essa heimspeki aðhyltust voru efnistrúarmennirnir, materíalistarnir frakknesku, sem eru aöal liöfundar efnistrúar nútímans. Þeirra skóla tilheyröi aö vissu leyti J. J, Rousseau, án J>ess J>ó aö vera ákveöinn efnistrúarmaöur. Aöal atriöiö í skoöunum hans, og J>aö sem hann varö frægnr fyrir var gagn- rýni hans á siömermingunni og hugmyndin um aö mennirnir væru sælastir er þeir liföu sem náttúrlegustu lífi. Rousseau hélt skoðunum sínum fram meö dæmafáum ákafa og hita og haföi inikil áhrif. Kant varö fyrir miklum áhrifum frá honum, enda líkist hann honum nokkuö í hmni vægöarlausu gagnrýni sinni á viðteknum skoðunum og kenningum. A Englandi haföi tilhneging til gagnrj'nandi heimspeki lengi veriö til. John Locke hélt fram, aö öll hugsun og þekking mannsins J>yrfti aö vera gerö aö rannsóknar efni áöur hægt væri aö ákveöa hvaö væri vissa. Þessari stefnu var ennþá betur íramfylgt af skotanum David Hume, enda var þaö hann, sen> mest áhrif haföi á Kant á árunum 1770-cSa, er hanin breytti skoöunum sínum. Hnme neitaöi því aö eintóm heilabrot urn tílveruna gætu nokkurn tíma leitt tií vissu. Ef menn vilja finna sannleikann, þá veröa þeir aö byrja meö vernlegri þekk- ingu og reynzlu. Öll þekking er þannig til komin. aömaöurinu veröur íyrir áhrifum frá umheimi sínum. Hugsanirnar eru nokkurskonar eftirmyndir þessara áhrifa. Af þessu feiöir, aö ekkert annaö en J>að, sem maöurínn lærir að þekkja í gegnnm

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.