Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 10

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 10
62 HEIMIR Öll sönn þekking bygg;ist á dómgreindinni og ályktunum hennar. Reglur þær, sem dómgreindin fylgir eru skynseminni níeöskapaöar, einsog rúm óg tími. Samkvæmt reglum þessum má flokka allar ályktanir dómgreindarinnar eftir aöal einkennum þeirra. Kant nefnir tólf hugmyndaflokka (Kategorien), sem hann aftur skiftir í íjóra aöai flokka, þeir eru: stærö, eiginleikar sambönd og hættir. Alt, sem skynjanlegt er, og innihald hverrar hugsunar tilheyrir einhverjum af þessum flokkum. Allir hlutir t.d. hafa einhverja stærö, og hvert hugtak táknar eitthvaö sem er eitt af mörgu, eða þá eitthvaö, sem er alsherjar og ekkert annað getur verið til samhliöa. Sömuleiöis hefir alt einhverja eiginleika, t. d. virkileika, þaö er, eöa neitun, það er ekki, eöa þá í þriöja lagi takmörkun, það er aö nokkru leyti Þriöji flokkurinn inniheldur skyldleika, orsakasamband og gagnverkandi áhrif; sáfjóröi, hættir, skiftist í möguleika, tilveru og nauðsyn. Þetta eru hinir tólf hugmyndaflokkar Kants og undir þá heyrir á einhvern hátt alt sem í hugsun mannsins er, hvort sem það er ytri sannreyndir eöa hrein hugtök. Lög þessi eru hvergi til nema í skynseminni. Kant er Hume sam- þykkur um að orsök og afleiðing séu ekki í hlutunum sjálfum, heldur aöeins í huga mannsins. Hume áleit að orsaka ogafleið- inga sambandiö væri aðeins til af vana, en Kant aftur á móti álítur það grundvallaö í skynseminni og henni ófráskiljanlegt. Allir hinir hugmyndaflokkarnir eru nákvæmlega sama eðlis. Framh. FRÉTTIR Söfnuöir og félög únítara á Kyrrahafsströndinni héldu þíng í sumar í bænum Seattle. Samkvæmt skýrslum þeim, sem gefnar voru er útlitið þar vestra um viögang frjálsrar trúar mjög glæsi- legt. Unítarískar skoöanir hafa náö mikilli útbreiðslu þar á síö- ari árum. Margir söfnuöir hafa verið stofnaðir í ríkjunum Wash- ington, Oregon og California. Sumir þeirra eldri eru orðnir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.