Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 11

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 11
HEIMIR 63 öflugir, eins og t. d. söfnuðirnir í Seattle, Portland, San Fran- cisco, Berkley (Cal.) o. fl. þetta sýnir aö únítarískar trúarskoð- anir eru ekki á neinn hátt takmarkaðar við einn hluta landsins og ástandið þar, heldur eiga fyrir höndum að útbreiðast um alia Ameríku. Á þessu ári hefir fyrsta alvarlega tilraunin verið gerð til að flytja enskufnælandi fólki í Vestur-Canada únítariskar trúar- skoðanir. Séra Frank W. Pratt dvaldi hér í Winnipeg og endurreisti hér söfnuð, sem áður var til að nafninu. Sá söfnuð- ur er nú þegar orðinn all fjölmennur og ráðgerir að byggja kyrkju innan skamms, Núverandi prestur hans er William A. Vrooman, áður prestur við kongregazional kyrkjuhér í bænum. Séra Pratt hefir, síðan hann fór héðan, heimsótt marga bæi í Vesturlandinu, en er nú seztur að í Calgary, þar sem hann býst við að dvelja um sex mán. tíma til að koma á fót söfnuði. Oss íslenzkum únítörum er mikil hjálp að því að skoðanir vorar nái sem mestri útbreiðslu á meðal hérlends fólks og ættum vér að styðjaað því eftir megni með samvinnu og þeirri hjálp, sem vér getum í té látið. Séra Charles W. Wendte, einn af starfsmönnum Ameríska Únítarafélagsins fór til Norðurálfunnar í sumar til að undirbúa fimta alþjóða þing únítara og annara frjálstrúarmanna, sem á að haldast í Berlín á Þýzkalandi næsta sumar. Hann fór, í undirbúnings erindum, til sjö landa og hélt undirbúningsfundi með frjálslyndum mönnum, sem vildu styðja fyrirtækið. Við- tökurnar voru alstaðar hinar beztu. I Lundúnum t.d. lét séra R. J. Campbell í ljósi, að hann væri fyrirtækirru hjartanlega hlyntur og stakk uppá að næsta þing yrði haldið í kyrkju sinni (The City Temple). Einsog kunnugt er hafa fjórir samskonar fundir verið haldnir áður, hinn síðasti í Boston 1907. Ekki Þarf að efa að sá næsti verði í alla staði jafn þýðingarmikill og þeir fyrri, því á þýzkalandi er mikið mannval og mikið um frjálslyndi á meöal hins bezt mentaða hluta þjóðarinnar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.