Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 12

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 12
64 HEIMIR Þjóö-Konferens únítara í Bandaríkjunum hélt tuttugasta og annan fund sinn í Chicago 27-30 Sept. síöastl. Konferensinn var stofnaður áriö 1864 og heldur fundi sína annað hvort ár. Um 350 fulltrúar víðsvegar úr Bandaríkjunum mættu á fundinum, og mörg mál bæði viðvíkjandi útbreiðslu, skipulagi og únítar- ískum trúarskoðunum voru rædd. Ennfremur voru fyrirlestrar og erindi um ýms efni flutt af nafnkendum mönnum innan únítara kirkjunnar. Þegar Ameríska Unítarafélagið var stofnað 1825 voru margir hinna frjálslyndari manna í Boston því mótfallnir að nýr trúarflokkur væri myndaður; jafnvel Channing var því fyrst fram- an af ekki meðmæltur. En fyrir áhuga nokkurra hinna yngri var samt félagið stofnað. Það hefir jafnan síðan haft útbreiðslu og sameiginleg fjár- mál að mestu með höndum. Skömmu síðar kom upp ágrein- ingur nokkur trúarskoðunum viðvíkandi. Nokkrir prestar þóttu ganga of langt í frjálslyndis áttina. Ihaldsamari hlutinn réði og lítið var um framför um all langan tíma. En svo reis upp hreifing, sem endaði með stofnun Þjóð-Konferensins 1864. A fundum hans hafa trúarskoðanaleg ágreiningsmál verið rædd, en aldrei hafa þau valdiö skoðanamun er til hnekkis hefir orðið fyrir félags heildina. Yfirleitt hefir konferensinn hjálpað til að ryðja nýjum skoðunum braut innan kyrkjunnar þegar þess hefir þurft með. Síðasti fundur virðist liafa verið ágætur, þó ekki væri hann eins vel sóttur og sumir hinna fyrri. Talað var um að breyta nafninu þannig að það innibindi einnig únítaríska söfnuði í Canada, en ekki var gert út um það mál. Vonandi sendum vér íslenzkir únítarar fulltrúa á næsta fund. MÓTMÆLI GEGN DR. ELIOT í október blaði “Saineiningarinnar” eru tværgreinar, þýddar úr enskum orþódoxum kyrkjuritum: “The Lutheran” og "Bibli-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.