Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 15

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 15
HEIMIR 6 7 þjóöina. Síöan stóöu bæöi ríkin samhliöa þar til Norðurríkið, Israelsríki féll tyrir Assyríukonnngi um 720, Allir.atkvæöa- mestu spámennirnir voru uppi á dögum konungsríkjanna 8 öld- inni. Sumir þeirra, eins og Esías, höföu all mikil afskifti af stjórnmálum, aðrir, einsog Amos og Hóseas, reyndu aöeins aö gera umbætur í trúarbrögðum og siðferöi. Nokkrir af konung- unum voru hlyntir öörum trúarbrögðum en Jahve trúnni og leyfðu tilbeiðslu annara guða. Aðrir sýndu mikla rögg af sér í því að hreinsa trúna gf öllum útlendum áhrifum. Þannig létu tveir af konungum Suðurríkisins, Júdaríkis, gera umbætur, Hiskía um 7ioogJósíaum 621. Umbætur þær, sem Jósía lét gera voru að undirlagi umbótaílokks eins í Jerúsaletn, sem viö hent- ugt tækifæri kom bók er haföi umbóta hugmyndir hans inni að halda inni í musteriö, og var síðan látiö heita að hún heföi fundist þar. Bók þessi var rituð í nafni Móse, hana er nú aö finna í fimtu Móse bók. Eftir fall Norðurríkisins stóð Suðurríkið nokkuð á annað hundrað ár, eða til 586, Á þessu tímabili átti það óvinum aö verjast og féll loks fyrir Nebúkadressar konungi í Babylon. sem herleiddi marga af fbúum þess. Þeir af Israelsmönnum, sein voru herleiddir til Babylon voru þar í 50 ár frá 586-536. A þessu tímabili héldu þeir bæöi Jtjóðerni sínu og trú, þó þeir væru þar í þrældómi, einsog altaf átti sér stað með hertekna menn á þeim tímum. Trúin á Jahve virðist hafa aukist hjá þeim og tilhneigingin til aö dýrka aðra guði en hann horfið að mestu. Á þessu útlegðar tímabili fóru áhrif prestastéttarinnar vaxandi, eins og sjá má í bók Esekíels. Esekíel var sjálfur prestur og leiðandi maður á meðal útlaganna. Á þessu tímabili var hinn óþekti höfundur síðari hluta Jesajasar bókar, kap. 40-66 uppi. Hann var einn hinn merkasti spá- maður, sem uppi var hjá þjóðinni. Guðshugmynd hans er stærri og tilkomumeiri en alment átti sér stað um lians daga. Eftir að Kýros Persakonúngur veitti Gyöingum heimfarar- leyfi tóku þeir að byggja upp aftur musterið og borgarveggi Jerú- salem. Undir stjórn Esra voru lögin hafin upp í sitt hæsta veldi, og þaðan í frá var trú þjóðarinnar lögmálstrú grundvölluö

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.