Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 16

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 16
68 HEI-MIR á bókstafnum. Musteris guöþjónustan varð langtum marg- brotnari en hún haföi verið fyrir herfeiðinguna. þjóðin var upp frá þvísöfnuður en ekki ríki. Nú fyrst urðu samkunduhúsin til, sem í fyrstu voru skólar en ekki kyrkjur. Þau voru víðsvegar um landið og áhrifin, sem frá þeim komu voru oft í frjálslyndis- áttina, því rétttrúnaðarins, sem ríkti í Jerúsalem gætti ekki mjög mikið út um landið, þar sem minna var aðhaldið. Hugmyndir um annað líf Og ílt vald, djöful komu smám saman inn í trúna með persneskum áhrifum;og umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum fór að gera vart við sig. framh. ÞRUMUVEÐUR KFTIK PETKR KOSEGOER (niðurlag frá síðasta blaffi) “Vegna þess að stundum áður þegar ég var úti með öðruni piltuin komum við þar. Gregelmaier hefir verið í kunningsskap við hana, einsog gengur. Við höfum stundum staðið í kríngum húsið til að sjá hvort hann kæmi ekki út. Eg held mér hafi komið það til hugar þegar ég gekk framhja um nóttina.” “Ekkert annað ? En það sakleysi ! Það er of hrífandi! Þú ætlaðir bara að gera bilt við við gluggann, bara það ?— Hans ! Eg særi þig nú við drengskap þinn, þú talar svo mikið um drengskap ! Eg spyr þig hvort þetta sé satt !—Líttu á mig.!” Hann horfði beint framan í hana, sarnt deplaði hann aug- unum, einsog honum væri of bjart íaugum. Svo horfði hann í kringum sig einsog hann væri að leita að hjálp, steinþegjandi. “Nú jæja ! Gefðu drengskaparorðið ! ” Hún stóð hreyfingarlaus einsog líkneski fyrir framan hann. Hann ýtti sér til veggjar, byrgði andlitið með hendinni, og—grét. Hún gekk aftur fram og aftur urn gólfið, Svipuna hafði hún lagt frá sér fyrir löngu. Hún opnaði gluggan til að reka

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.