Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 3

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 3
HEI MIR 75 hygö á jörðunni. Gerum hana að fagnaðarhátíð í þeim skii- ningi. Með því að koniast sjálfir sem næst hugsjóninni í breytninni verður hátíðarhaldið þýðingarmest og bezt fyrir oss. GLEÐILEG JÓL ! IMMANUEL KANT Útdráttur úr fyrirlestri, sem fluttur var ú Menningarfölagsfundi Október, 1909, af Gudm. Árnasyni. Framhald Þessi sundurliðun hugsananna í hugmyndailokka er til þess að sanna hin meðfæddu lög skynseminnar, sem maðurinn verður að hugsa samkvæmt. En nú eru allir hugmyndafiokkarnir sameinaðir í eina heild í skynseminni. Það sem sameiningu þessari veldur er sjálfsmeðvitund eða cg hvers einstaklings. 1 raun og veru er það sem hver rnaður kallar sitt cg ekkert annað en skynsemi hans í heild sinni. En ef nú öll þessi lög, sem skynsemin verður að starfa samkvæmt til þess að geta eignast þekkingu, sem ekki er sífeldurn breytingum undirorpin, eru hvergi tilnema í skynseminni, þá er auðsætt að það er skynsemin, sem að hálfu leyti skapar heíminn. Heimurinn eins og vér þekkjum hann er heimurinn eins og skynsemin skynjar hann, og hann er undir hennar lögum. Það eina sem vér, þess vegna, getuin vitað unr heiminn er það að hann er skynseminnar heimur; hlutirnír- fyrir utan oss eru það sem skynsemin gerir úr þeim, þeir eru fyrirburðir (Phenomena) en hvað þeir eru í sjálfu sér, nefnilega veruleikinn í þeim ósteyptur í inóti skynseminnar, getuin vér ekki vitaö, en eitthvað eru þeir samt sem áður, vegna þess, aö skynsemin hlýtur að fá efni sitt utan að, það býr hún ekki til sjálf.—Hlutirnir sjálfir, heimurinn eins og hann er áður en mannleg skynsemi býr til úr honum sinn heim, það sem Ivant kallar: “das Ding an sich” er hið óþekta og óskynjanlega (Noumena).

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.