Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 5

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 5
HEIMIR 77 undan hugsuninni, sem hugsar, og þetta sem hugsar er sálin. Kant sýndi fram á aö hér væri tvennu ólíku blandaö saman. Jig í setningunni: ég hugsa, er óaöskiljanlegt frá hugsuninni.þaö er hvergi til nema í athöfninni aö hugsa. Aö skilja þaö frá atliöfninni sjálfri og setja þaö andspænis hinu hugsandi ég er, frá Kants sjónarmiöi jafn heimskulegt og aö segja t.d. aötíminn sé sjáanlegur. Sál heimspekinganna er alt annaö en hiö hug- sandi ég\ hún á aö vera þetta cg en er þaö ekki, vegna þess, aö um leiö og þaö er fráskiliö þeirri einu athöfn, sem gefur meö- vitund um þaö er ómögulegt aö sanna aö það sé til; og þá um leiö jafn ómögulegt aö sanna aö þaö sé ódauðleg sál. A sama hátt sýnir hann fratn á aö heimspekiskenningar Wolff-Leibniz skólans séu fullar af mótsögnum. I staöinn fyrir aö láta reynzlu þekkinguna nægja haföi sá skóli myndaö sér skoöanir, sem áttu aö vera óhrekjanlegar,frá sjónarmiöi rökfræö- innar og þarafleiöandi ómótmalanlegar Þessar skoöanir eyöi- leggur Ivant á þann hátt að koma meö aörar þeim algerlega andstæöar, en sem má sanna alveg á sama hátt. Aöferö hinna eldri heimspekinga er, frá hans sjónarmiöi, röng frá rótum og þarafleiöandi geta skoöanirnar ekki veriö óyggjandi, eins og menn höföu ímyndað sér. Tilverusönnun Anselms fyrir því að guö sé til, segir Kant, aö sé alveg eins og ef fátækur maöur hugsaöi svona: ég hefi hundrað dali í ímyndun minni, þess vegna hlýt ég líka aö hafa hundrað dali í buddunni. Sannanir þær fyrir tilveru guös, sem bygðar eru á sýnilegum tilgangi í heim- inum og skynamlegri tilhögun f náttúrinni, sem mjög mikiö voru notaöar af guöfræðingum þeirra tíma, fara sömu leiöina hjá Kant. Þær eru rangar og ógildar, vegna þess aö í þeim er stigiö frá hinu þekkjanlega yfir til hins óþekkjanlega; en þaö er spor, setn að skynsemin getur aldrei eöli sínu samkvæmt stigiö. Siöferöis sönnunin svo nefnda er frá sjónarmiöi skynseminnar jafn haldlaus og hinar. En samhliöa hinni hreinu skynsemi er til önnur skynseini, sem hefir annan tilgang, nefnilega hin nyt- sama skynsemi. En áöur en byrjaÖ er aö athuga hvaö Kant meinar meö henni er réttast aö viröa nokknö betur fyrir sér

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.