Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 7

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 7
H E I M I R 79 Sjö árum eftir aö “Gagnrýni hinnar hreinu skynsetni” kom út birtist “Gagnrýni liinnar nytsömu skynsemi”. Þaö eru til rnjög skiftar skoöanir um þaö hvor þessara bóka sýni hinn veru- lega Kant betur. Sumir halda fram aö meö þeirri síöari hafi liann viljaö bæta upp að nokkru það sem hann eyðilagði meö hinni fyrri, nefnilega hinar viðteknu heimspekis—og trúarskoö- anir; aörir fullyröa aö í hinni síðari komi hin verulega sannfær- ing Kants engu síöur í ljós en í hinni fyrri. I raun og veru er engin ástæöa til aö halda aö öðru vísi sé, jafnvel þó aö hægt sé að finna mótsagnir í skoöunutn þegar báöar bækurnar eru bornar saman, sé alt frá einni hliö skoöað, en þaö er einmitt þaö sem Ivant ætlast ekki til aö sé gert. Maöurinn er ekki einungis skynsemi gædd vera, heldur einnig vilja gædd vera. Kant álítur viljann miklu þýöingar- meiri en skynsemina í lífi mannanna yfirleitt. Skynsemin er takmörkuö á alla vegu af erfiöleikum, sem hún getur ekki yfirstigiö, viljanunt eru allir vegir færir; skynsemin verður aö begja sig fyrir efaseindunuin, viljinn þekkir engar efasemdir; skynsemin gefur oss engin óyggjandi sannindi, er ná út fyrir þann heim, sem vér lifum í, viljinn þekkir eilíf og óyggjandi sannindi. Hvað er nú viljinn, og á hvern hátt er starfsvið hans frábrugöiö starfsviöi skynseminnar? Frá því skýrir Kant í “Gagnrýni hinnar nytsömu skynsemi.” Siöferöislög eru annaöhvort lífsreglur, sem einstaklingurinn myndar sér, eöa þau eru almenn lög, sem gilda fyrir hvern mann. í hvert sinn sem einhver lífsregla er ntenn breyta eftir miðar til þess aö auka farsæld eða ánægju þeirra, sem fylgja henni, þá er hún aðeins lífsregla, sem get-ur veriö gagnleg til aö ná einhverju því sem menn alment sækjast eftir, en sem þrátt fyrir þaö ekki getur veriö bindandi sem siðferðislögmál fyriralla. Til þess aö geta orðiö þaö má hún ekki á nokkurn hátt miöa til þess að uppfylla kröfur manna eöa óskir, sem lúta að þeirra eigin vellíöun og hagsæld, vegna þess að allar slíkar kröfur eru á eigingirni bygöar; og eigingirni, í hvaða mynd sem er, er ósam- rýmanleg við siðferðislög þau, sem eiga að gilda jafnt fyrir alla menn. Siðferðislögin veröa þess vegna aö vera laus viö alt

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.