Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 14

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 14
36 HEIMIR í mannkyninu sem heild. 1 ööru lagi er siöferöiö bundiö viö þetta líf og þaö ástand sem því fylgir. Iivort aö siöferöislög þau, sem hér eru góö og gild væru þaö einnig í einhverju ööru lífi væri alt undir eöli sálarinnar og ástandi því. sem hún þar væri í komiö. Guðshugmynd Kants er afleiöing af siöferöishugmyndum hans og trúarbrögöin eru frá hans sjónarmiöi sama og siöferöiö. Kant hefir hér á alveg réttu aö standa. Trúarskoöanirnar eru þýöingarlausar nerna þær hafi eitthvert gildi fyrir lífið sjálft, hafi áhrif á hugarfar manna og lífsbreytni þeirra. Aöeins þær trúarskoöanir, sem eiga rætur sfnar aö rekjatil lífsins sjálfs, sem vaxa upp af viðleitni mannsins til betra og göfugra lffs geta haft og hafa sanná þýöingu. Þær mega ekki vera réttri þekkingu gagnstæöar, en þær þurfa þrátt fvrir þaö ekki aö sannast eins og vísindalegar sannreyndir; þær eru hugsjónir, og aö fara meö þær eins og reikningsdæmi er aö misskilja eöli þeirra. Kant • haföi þessa skoöun á trúarbrögðunum, og þess vegna talar hann um trúna sem afleiðingar siðferðishugsjónanna. Þegar Kant dó átti hann marga áhangendur á þýzkalandi. Trægastur þeirra var Jóhann Gottlieb Fichte. Hann lagöi hugmynd Kants um sjálfsmeövitund skynseminnar til grund- vallar fyrir heimspeki sinni, og komst aö þeirri niöurstööu aö í insta eðli sínu væri alheimurinn ein samfeld skynsemi, sem hann nefndi hiö takmarkalausa ég. Meö honum byrjaöi þýzka hug- spekin, sem komst á sitt hæsta stig f heimspeki Hegels snemma á nítjándu öldinni. Hugspeki þessi hvarf aö mestu leyti frá hinni gagnrýnandi aöferö Kants og líktist á endanum stefnu þeirri, sem hann haföi barist á móti. Um miöja nítjándu öld- ina tóku menn að snúast á móti heimspekinni á þýzkalandi og fóru aö leggja alla áherzlu á náttúruvísindin. En nú um síðast- liðin tuttugu ár hefir áhuginn fyrir heimspekinni vaknaö aftur þar sern annar staöar. Og nú er það heimspekisstefna Kants, sem má segja aö sé ráöandi þar. Fjöldi manna nefna sig fylgjendur spekingsins frá Königsberg. Fylgjendur hansskiftast aöallega í tvo flokka. I öörum ílokknum eru prófessórarnir Cohen og Natorp í Marburg fremstir, en íhinum prófessor Riehl

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.