Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 18

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 18
90 H E I M I R brögö fvrri alda og núvérandi trúarbrögö lítt siöaöra og hálf- siöaöra þjóöa séu full af þessháttar pesónugervingum. Fjöllin. vindarnir, eldfjöilin og höfin veröa ekki lengur bústaöir vel— eöa illviljaöra guöa; þó maöurinn haldi áfram aö horfa til fja.ll- anna eftir hvíld, sjái í haíinu ímynd hins óendanlega og finni hressing og yndi í skógum og ám. Astin á náttúrinni svífur hærra og lengra á meöan trúin á álfa, púka, dísir, djölla og engla hverfur og deyr. (3) I trúa,rbrögöum framtíöarinnar veröur engin opinber eöa leynd tilbeiösla dauöra forfeöra, kennara eða stjórnara; engir flokka, þjóöa eöa verndarguöir; enginn samleikur nokkurs manns, hversu göfugur sem hann er, viö hinn eilífa guödóm. Aö þessu leyti veröa trúarbrögö framtíöannnar í raun og veru ekki ný, því Jesús sagöi fyrir nítján öldum síðan: “Hvorki á þessu fjalli né í Jerúsalem skuluö þértilbiöja fööurinn—Guö er andi, og þeir, sem tilbiöja hann eiga aö tilbiðja hann í anda og sannleika”. Þess ber samt aö gæta, í fyrsta lagi, aö kristin- dómurinn varö brátt fyrir iniklum áhrifum frá heiöindóminum umhverfis hann, og aö sum jiessi áhrif hafa varaö alt til þessa dags, og í ööru lagi, aö hebresku trúarbrögöin, sern hafa haft og hafa mjög ákveðin áhrif á jíau kristnu, voru fyrst og fremst þjóðleg trúarbrögö; og hiö “allra helgasta” í jreim var staölegt. A ófriöartímum þegar hinar grimmu og villimannlegu tilhneig- ingar, sem ennþá loöa viö mennina, veröa ofan á um stundar sakir, og velviljinn er takmarkaöur viö Jrá ersömu þjóð tilheyra, korna leyfar flokkslegra og Jjjóölegra einkenna f kyrkju-kristin- dóminum mjög vel í ljós. Hjálp drottins herskaranna er enriJFi ákölluö af báöum hliöum í ófriöi á milli Jrjóöa, og hvor hliöin lofar hann og þakkar honum fyrir unninn sigur. Samskonar hugsunarháttur hefir oft sýnt sig í borgaralegum stríðum, er hafa orsakast af trúarágréiningi. “Dýrö sé drotni herskaranna, er gefuv alla dýrö, og dýrö vorum hæsta herra, Hinrik konungi frá Navarre!” Þaö eru ekki mörg ár síöan aö erkíbiskupinn af Kantaraborg lét flytja fram Jrakkir í öllum kyrkjum umdæmis síns fyrir aö drottinn herskaranna heföi verið í herbúðum Eng- lendinga á móti Egiptum. Hingað til hafa hin stærstu trúar-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.