Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 21

Heimir - 01.12.1909, Blaðsíða 21
HEIMIR 93 HVAÐ VITUM VÉR UM JESÚS ? KFTIR MINÖT J. SAVAGE (Otdráttur ár ritucrft í ritsterðasafni, sem höf. nefnir “Frá Nazaret—Out of Nazareth) I íyrstalagi, hversu mikiö vitum vér um Jesús? Ég, auð- vitaö, tala frá sjónarmiöi minnar eigin sannfæringar. Eg trúiaö Jesús hafi fæöst í Nazaret hérumbil fjórum árum fyrir árið eitt samkvæmt voru tímatali og hafi verið elsti sonur Jósefs og Maríu.* Vér vitum aö hann átti bræöur og systur, vegna þess aö þaö er oft minst á þau í ritum Nýjatestamentisins. Hvaö vitum vér um bernsku hans ? Ekkert meö vissu; og þó, vér getum dregið ályktanir frá því hvað hann er og hvaö hann talar fyrst er hann kemur opinberlega fram hvers konar mentun liann hlýtur að hafa fengið, og hverreynzla hans hlýtur aö hafa veriö. Hann fékk hina vanalegu mentun gj'öinga- drengja; og vér vitum aö hanr. var bráöþroska og gáfaöri og skarpari en vanalegt er. Vér sjáum votta fyiir þessu í sögunni, sem er sögö af fyrstu komu hans til musterisins með fööur sínum og rnóöir, þegar hann vartólf ára gamall, er hinir læröu menn, lögvitringar og lærimeistarar undruðust spurningar hans og svör. Vér vitum einnig aö honum, eins og flestum gyöingabörnum á þeim tímum, var kent, handverk. Þaö var ein af siöferöis- meginreglum Gyöinga aö hver drengur skyldi læra handverk. Talmúdinn segir oss, aö faöir, sein elur son sinn upp án þess aö kenna honum handverk, ali hann upp til aö veröa aö þjóf. Hann vann meö fööur sfnum sem trésmiöur. Vér vitum, vegna *S">gulegilr rannsóknir hafa leitt í ljós að Jesús hlýtur aö hafa fæðst 4 árum áður en tímatal vort hefst, og að hann fa'ddist í Nazaret en ekki í Betlehetn.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.