Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 5

Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 5
H E I M I R 101 hátt en óheilbrigöan, en hún getur gert undurmeö ófullkomnum líkama. Á hinni geigvænlegu ósigurstund er það mannssálin sem safnar saman hinum flýjandi her. Hún horfir út úr hinum tind- randi augum og talar í hinurn snjalla rómi; en hróp hennar er til annara sálna, ekki til annara líkama. Mitt í hræöilegum slys- um af nátturunnar völdum, jaröskjálftum, æðandi stormum, eklsvoðum, eldgosum, þegar nninnanna mestu verk eyðileggjast, mörg þúsund líf farast, alt í einu, á hræöilegan hátt, þá eru þaö ekki nokkrir sérlega vel dugandi mannlegir líkamar sem sefa hina eftir lifandi, koma á reglu og sameina kraftana til aö bjarga og hjálpa,—þaö eru nokkrar stórar sálir. Hinir leiðandi menn og konur, í hvaða sainfélagi sem er, hvort heldur það er ósiðaö eða mentað, eru þcir, sem mesta einstaklings yfirburði hafa -- og einstaklings yfirhurðirnir eru fyrst og fremst andlegir, aðeins í síöara lagi líkamlegir. 1 trúarbrögðum framtfðarinnar mun eölilega veröa kannast viö þessi einföldu og auðsæu sannindi, og þar af leiðandi mun lotning veröa borin fyrir öllum réttlátum og kærleiksríkum mönnum, er á liðnum tímum hafa sýnt í breitni sinni manngæsku og góðvilja til annara, og aukið skilning. saintíöarmanna sinna á því. Þau verða allra-heilagra trúar- brögð. þau munu geyma allar minningar um ágæti og dygðir mannanna. Þau munu minnast með lotningu brautryöjenda, kennara, píslarvotta og postula frelsisins, hreinleikans og rétt- lætisins. Þau munu virða og hafa í heiðri alla mikla og góða menn og finna í þeim,í takrnörkuöum skilningi, sömu eiginleikaog þá sem þeir dýrka í guði. Með því að kannast viö einstaklings viljakraft, í hverjum miklum og góöum manni, sein er kjarni persónuleikans, munu þau eölilega og óhjákvæmilega tileinka guöi samskonar einstaklings viljakraft, kjarna hans ótakmarkaða persónuleika. f þessari óbrotnu og eðlilegu trú verður ekkert rúm fyrir flókna frumspeki (metaphysics), eða töfra—helgisiði, því síður fyrir myrkar kenningar, afleiðingar af samkomulagi á róstusömum þingum. Hún verður mannleg, en hvernig getur skoðun mannsins á persónuleika guðs verið annað? Hinn tak- markaöi mannsandi getur aöeins hugsaö um og lýst hinu ótak- markaöa í líkingum og samanburöi; en það er góð aðferð. Hin

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.