Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 16

Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 16
I 12 HEIMIR KAREN SMÁSAGA EFTIR ALEXANDER L. KIELLAND Þa5 var einu sinni stúlka í Krarúps veitikrá, sem hét Karen. Hún stóð ein gestunum fyrir beina; því kona veitingamannsins var næstum altaf að leita að lyklunum sínum. Og það komu margir í veitikrá Krarúps;—bæði menn úr grendinni, sem á haustin, þegar kvöldin tók að lengja, söfnuðust saman í drykk- justofunni og drukku kafhpúns, svona rétt út í bláinn, án nokkurs ákveðins tilgangs, og einnig ferðamenn, sem komu þrammandi inn, bláir og veðurbarðir, til að fá sér eitthvað volgt, er héldi í þeim lífinu til næstu krár. En Karen gat þrátt fyrir það komið öllu af, og það þó hún færi hægt og virtist aldrei hafa hraðan á. Hún var lítil og grönn og mjög ung, alvarleg og þegjanda- leg, svo umferðasalarnir höfðu ekkert gaman af henni. En siðprúðum mönnum, sem komu inn í alvarlegum erindum, og vildu fá kaffið fijótt og sjóðandi heitt, þótti því vænna um Ivaren. Og þegar hún smeygði sér á milli gestanna, meö bakkann sinn, viku hinir þunglainalegu vaðmálsklæddu menn til hliðar óvenju- lega fíjótt, það var rýmt til fyrir henni, og samtaliö hætti augna- blik, allir hlutu að líta á eftir henni, hún var svo lagleg. Karen hafði ein af þessum stóru, gráu augum, sem í einu virðast sjá og sjá langt—langt framhjá ; og augabrýrnar voru háar og bogadregnar eins og í undrun. Þess vegna héldu ókunnugir að hún skildi ekki rétt um hvað i ‘ þeir voru að biðja. En hún skildi vel og skjátlaðist ekki. Það var bara eitthvað undarlegt við hana—eins og hún horfði langt í burt eftir einhverju—eða hlustaði—eða biði—eða * dreymdi. Vindurinn kom að vestan yfir lágar slétturnar. Hann hafði velt þungum öldum yfir Vesturhafið; saltur og blautur af

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.