Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 2

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 2
U6 HEIMIR Er Maí og Júní með ársólar yl í Eden þinni ei lengur til ?— Er dýrðin þín öll orSin draumaspil, og deyjandi glampar á ósum ? Er fölnaöur roöinn á rósum ? Og hefirðu bikar hvers blóms þar tæmt ? Er bragövont hunangiö nú og slæmt ? Er lystin horfin ? Og logar nú dræmt— er lítil olía á kveyknum og remma í kverkum af reyknum ? En finnst þér ei breyting við framtíðarhátt ? Að fortíðarleiknum þú hlóst svo dátt ! Er brúðan þín málaöa brotin í smátt og borgin úr spilunum hrunin ? er dómurinn yfir þær duninn ? Þín virkileg menning á langt til lands þótt logi upp af gullfúlgu sannleikans, því depra er á augum og innræti mans og allmargt í þoku og vafa. Menn greinir á hvar skuli grafa. Hvar grafa skuli eftir gullinu því, sem geymt er því djúpsokkna jarðlagi í—¦ Þeim málmi, sem aldrei nær þjófur og þý, en þúsundir áranna finna á hafsbofni hugsana sinna. Og þú verður aldrei að eilífu frjáls með eldgosum skaps þíns og hita þíns máls, og ekki þótt kvennham þinn berir til báls

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.