Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 4

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 4
HEIMIR 148 lundarfarseinkenni þau, sem kringumstæður liðinna tíma hafa skapað og rótfest í fólkinu. I ööru lagi, siðir og hætiir, sem lífskjör eða hending hafa myndað. I þriöja lagi, þeir andlegir fjársjóðir, liðins og yfirstandandi tíma, sem bera á sér sérstakan þjóðarblæ. Við alt þetta er vanalega átt, þegar um þjóöerni er talaö, svo ekki er aö furða þó of't sé erfitt að átta sig á ýinsu því sem sagt er um þjóöernisviðhaldiö. En í raun og veru er nú þjóðernið nokkuS annað en alt þetta. Þjóðerniö sjálft er ekki einkenni þau, sem á yfirborðinu gera einhverja þjóð að sérstakri heild í mannfélaginu. Flest þau einkenni eru þannig í eöli sínu að þau breytast mjög auð- veldlega. Þjóðerni er lifandi tilfinning í brjóstum þeirra einstak- linga yfirleitt, sevn þjóðin samanstendur af. Þessi tilfinning beinist til þjöðarinnar og landsins 0» keinur í ljós í vilja og þrá .til að fórna einstaklingslífinu að meira eöa ininna leyti fyrir vel- ferð þess. Ekkert annað en þetta er þjóðernistilfinning. Og þar sem þessa tilfinningu er ekki að finna þar er heldur ekkert þjóðerni að finna, aðeins ytri sérkenni, sem eðli sínu samkvæmt breytast með breyttum kringumstæðum. það er auðséð að þessi tilfinning getur ekki alment átt sér stað annarstaðar en þar sem þjóðin er í eðli sínu ein samfeld heild, þar sem menn finna til einhvers skyldleika á milli sín og allra hinna, sem mynda þjóðarheildina ineð þeim. Vitaskuld er sá skyldleiki að nokkru leyti undir sameiginlegum ytri ein- kénnum kominn, en hann er engu síður grundvallaður á sögu þjóðarinnar og reynzlu á liðnum tímum. Höfurn vér Vestur-Islendingar getað flutt með oss íslenzkt þjóðerni vestur um haf ? Vér höfum óhjákvæmilega flutt með oss mál, lundarfarseinkenni og allmikið af háttum og siðum. En þjóðernistilfinninguna sjálfa ? Já, efalaust höfum vér flutt hana líka.—En hvernig? Einsog jurt, sem hefir verið skorin frá rótinni. Og öðru vísi hefðum vér alls ekki getað flutt hana, því íslenzk þjóðernistilfinning er bundin við ísland og þjóðar- heildina þar heima. Hér í Ameríku getur íslenzk þjóðernis- tilfinning í raun og veru ekki verið til eins og hún er eða ætti að vera á Islandi, vegna þess að hér hefir hún engan jarðveg til að

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.