Heimir - 01.03.1910, Qupperneq 6

Heimir - 01.03.1910, Qupperneq 6
HEIMIR 1 5° vitaö vinátta og velvilji til landsins og þjóðarinnar geti átt sér, og eigi sér staö hér. Vegna þess aö álitið hefir veriö að alt sem íslenzkt er væri í raun og veru jafn þýðingarmikið, vegna þess að það alt hefir verið nefnt þjóðerni, og viðhald þess hér ekki einungis verið álitið mögulegt heldur sjálfsagt, hefir svo undur mikið af þjóðrækninni hér snúist um smámuni eina; en það sem mest er áríðandi að vér verndum hefir legið við að gleymast. Þeir, sem hafa þá skoðun að þjóðernisviðhaldið hér sé ekki æskilegt og ómögulegt, skilja það alveg rétt að þjóðerni er eitt- hvað sem ekki er hægt að flytja með sér land úr landi. Hér er nátturlega ekki átt við þá sem í hugsunarleysi apa. alt nýtt, sem þeir sjá, er þeir koma hingað. En hjá þessari hlið er annan miskilning að finna, sem er ófyrirgefanlegur hjá öllum hugsandi mönnum. Þeir segja að það standi oss fyrir þrifum að viðhalda nokkru sem íslenzkt er. Til þess að sanna að þessi staðhæfing sé rétt ættu þeir fyrst og fremst að sýna fram á, að það bezta í vorum íslenzka þjóðararfi sé lakara en það sem hérlent þjóðlíf hefir að bjóða oss. Ennfremur ættu þeir að sýna fram á,að ómögu- legt sé að nota öll menningar og mentunar tækifæri þessa lands þó að þjóðararfinum sé haldið við. En hvorugt þetta er hægt að sýna fram á með rökum. Menn geta orðið alls aðnjótandi hér án þess að sleppa nokkru af því í þjóðararfi þeirra, sem hefir gildi fyrir utan íslenzka staðháttu; við hitt hafa þeir ekkert að gera. Og það bezta í þjóðararfi vorum jafnast á við það bezta sem hér er hægt að fá. Báðar hliðarnar hafa þá mikið til síns máls, en hvorug hefir alveg rétt fyrir sér. Sú fyrri heldur fram viðhaldi þess, sem er óeðlilegt að viðhaldist hér, þar sem aðal skilyrðin fyrir tilveru þess vantar, og vegna þessa misskilnings gleymir hún að leggja rækt við það sem gæti og ætti að viðhaldast. Sú síðari liefir alveg rangt fyrir sér í því, að það sé nokkur hagur að losna við nokkuð, sem nýtilegt er á einhvern hátt, nema að annað betra komi í staðinn; og þá, þó aðeins meö því móti að sýnt verði að hvað standi öðru fyrir þrifum. Það sem vér eigum að kosta kapps um að vernda og viðhalda er það góða og nýtilega í þjóðararfi vorum, sem ekki er bundið staðháttum og er nógu

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.