Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 8

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 8
152 HEIMIR ingar hvílir á því hvaS nokkrir menn, stór eða smár hluti þjóð— anna gjöra, hve trúir þeir reynast sinni köllun, hvert þeir ná yfirhönd á vonleysi, þróttleysi, freistingum, eigingirni og hvers- kyns löstum, sem toga eru fólk niður á viö og útaf framfara brautinni. Það er gott segjum vér að halda lifandi minningunni um það, að slíkt fólk hefir veriö til. Og er til enn. Það styrkir þá von, sem nauðsynlegust er alls, fyrir menningar viðleitni allra tíma, að þótt allir sé ekki einsog þeir eiga að vera, þó ýmislegt sé ekki einsog það á að vera, þá sé þó ætíð nokkrir, einsog menn geta framast verið, og margt einsog það á að vera. Það tekur burtu þá örvæntingar hugsun hjá þeim manni er gjarna vildi reynast maður, en áliti að hann yrði sá eini er svo reyndi að lifa og verkið því ómögulegt og óvinnandi, það tekur líka burtu yfirlæti þess er tekur sér eitthvert smáræði er hann hefir gjört sér til stórræðis, og tæpast er nokkur hlutur skaðlegri en sá. Menn sem koina til vor og segja oss, að hugsjónir sé hvergi til nema á blöðum, réttlæti hvergi til nema á himnum, og drengskapur sé vara er allir hafa til sals i' kyrkju og ríki, trú og landsmálum, forðist þvílíka. Þeir eru hið innra gráðugir vargar. Það er eitthvað sem þá sjálfa vantar að réttlæta með þessu, máske eigið hjarta. Og ef þeir hinir sömu ætla að skapa annað ríki betra þá er það ekki hægt með því að réttlæta hjá sér það sem þeir sakfella hjá öðrum, og segja, “já svona eru allir. ”—• Satan kastar ekki út Satan. Nei, það er til réttlæti, hugsjónir og drengskapur meðal manna, það var og það er, og verður, og minningar liátíð allra heilagra getur ávalt haldist, Þaö er til köllun og menn og konur er reynast þeirri köllun trú, meðal æðri og lægri, og meðal þeirra lægstu þó undarlegt megi virðast, og miklu fieiri meðal þeirra lægri—eg kann ekki við að segja þeirra óæðri það á tæplega við—en meðal þeirra hærri. Það eru til Gorkyar og Tolstoyar en Gorkyarnir verða altaf fieiri, enda er hópurinn þar fjölmennari.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.