Heimir - 01.03.1910, Síða 13

Heimir - 01.03.1910, Síða 13
HEIMIR 157 Börnum heiöingja þjóðanna var smám sarnan kent að 4 skilja hvert annað, einni kynslóðinni aðra með því að geta fært hugsanir sínar í letur og lesið svo úr því letri. Yfir hjarðmennina á heiðunum, fiskimennina við vatnið, % veiðimennina í skógunum, hermennina í valnum breiddu þeir frið og ró, lokuðu augum þeirra í dauða og yfir til stríðandi lýðs færðu þeir blessun og friðarhægð við hvert velunnið starf. Stríðið mýktu þeir, fögnuðinum veittu þeir mannúö og hlýleika, en sjálfir gleymdust þeir gjörsamlega svo enginn kunni nöfn þeirra að nefna eftir að öld var liöin yfir moldum þeirra. E11 verk þeirra var unniö og það hélt áfram að bera ávöxt, og enn til þessa dags vita allir að þaö voru einhverjir er þetta gjörðu, heimurinn ber vitni um' það, en hvað þeir hétu, hverrar þjóðar þeir voru, hversu þeir litu út, veit enginn, og gjörir líka minna til, því þó nafnið eitt geymist er það lítil greining eftir 1000 ár. En minning fjölda þassa manna, er lifað hafa eins og góð- vættur meðal þjóðatina, hefir búið til ýms nöfn og ýmsar sagnir um þau nöfn. Ekkert þó ábyggilegt, en það eru minnisvaröar, þeirra tíma, er þakklát mannfélög reistu æfistarfi góðvinanna, meðan menn enn ekki kunnu að höggva til steina og letur á þá, til að tnerkja leiði þeirra. Mér hefir oft komið til hugar, hversu furöulegt, og hve mjög það ætti aö örfa tii framsóknar, þá er nú ganga daglega um eða koma endrutn og eins, í borgir þær er vaxið hafa upp til þrifa og menningar á blettum þeim er höndur þessara manna ruddu úr frumskógunum. Borg þessi er fyrst reist og stofnuð af mannper hafði köllun og hlýddi henni til dauðans. Manni er haföi köllun. Slíkir minnisvarðar eru manni á aðra hönd hvar sem maður fer. Ekki eingöngu í gömlum lönd- um, heldur líka í nýjum löndum. Hér út um allt, út um bygðir vorar. Hver getur látið sér önnur orð fara um huga er hann ekur um sléttan veg með ökrum á báðar hendur, og sér húsin standa einsog útvörð lífs og menningar á dreyfingi um slétturnar. Þetta eru minnisvarðar manna er höfðu köllun.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.