Heimir - 01.03.1910, Síða 14

Heimir - 01.03.1910, Síða 14
158 HEIMIR Hve miklu síöur kæmi þau orö í hug, þótt fariö væri um grafreit þar sem steinn stæöi viö stein greyptur gullnu letri. * Þaö væri hægt aö lesa þar ótal nöfn, en hvaö táknuöu þau nöfn, aö væri ennþá drepsóttir í heimkynnum manna—grasiö væri slegiö og þurkaö--ein kynslóöin kæmi og önnur liöi undir lok, * aö æfi mannsins væri hverfandi. Vér læsum í grafreitunum á “bók hinna dauöu,” í aldingaröi einyrkjanna, lifandi orö. Ymsir skifta auöi, út er borinn sá dauöi, og bezt aö sein mestum andlegum og veraldlegum auöi væri aö skipta. Þaö eru þeir er gjört hafa heiminn ríkan án þess sjálfir á andlega vísu aö hafa oröiö aö taka tífalt meira en þeir gáfu er meö sanni mega heita helgir menn. An þess sjálfir á andlega vísu aö taka tífalt meira en þeir gáfu, segi eg, því þaö er hægt og þaö ber við. Þaö er til aö menn útrými auðmýkt og undir- gefnishætti, en taki aftur á burt alvöru, viröingu, lotningu og allan skilsmun á göfugu og ógöfugu, háleitu og hversdagslegu, og mér er til efs hvert mannfélagið getur nokkurri sinni gjört annað en harmaö tilveru slíkra manna. Sönn siðmenning má aldrei missa lotningu alvöru og viröingu—þaö eru megin þættir alls mannlegs ágætis'— fyrir sannleika og æöri sýnum. Eintóm neitun, hneixlanir, aöfinsla, hártogun, lítilsviröing, er sú beinasta braut sem til er, til manndómslauss helvítis og andlegs dauöa. Þeir hvort heldur Ivathólskir, heiönir eöa prótestantískir er gefiö hafa heiminum meiri gæði en þeir hafa tekiö, átt köllun og fylgt henni, þeir eru dýrölingar, helgir menn, er vér getum ei annaö en getiö með þakklátsemi og helgast viö að rifja upp íninningu þeirra. Hver sá maöur er finnur til þess, aö til er annað og æöra líf en þaö senr hann lifir, hann ósjálfrátt, gjörir játningu sína meö Pétri, “eg er maður syndugur” og hann gjörir heiminn betri með æfi og erviði, aö öðlast þaö líf. En sá sem finnst hann vera búinn aö öðlast þaö fullkomnasta er heim- urinn hefir aö bjóða, þótt hann “hafi elskaö og lifaö,” hann ’smækkar og veikir framfara viöleitni manna. Sá sem þykist helgaöur af trú, svo hann drýgi ekki framar synd, sé betri en aðrir, sá sem þykist fyrir lítilfjörlegan jáljróðurs

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.