Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 15

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 15
starfa í einhverjum velmeintum félagsmálum hafa unriiö sér helgun, svo köllun hans til mannlegrar hjálpar sé uppfylt, hann er maöurinn er ætlar aö greiöa köllunargjaldiö einsog.Peer Gynt, eöa í sem smæstum eyri, er velþóknunar mynt mannfélagsins fær mótaö. Hann myndi helst kjósa aö vera Pétur hin síöari og bora eftir skatt peningnum inn í fiskjar munninn. Þaö er ekki maöurinn er breytt hefir andlegri eyöimörk í aldingarö, né nokkurri eyöimörk. Bærinn hans heitir Gröf og sveitin Stóra-Gröf. Mennirnir er átt hafa köllun hafa veriö margir og vér minnumst þeirra meö lotningu og þakklátssemi. I liöinni tíö eru þeir ef til vill fieýri utan heldur en innan kyrkjunnar, en ávalt voru þaö menn er fundu til þess aö þeir voru syndugir, aö til voru hreinni áform, heilli hugur, heitari trú en þeir báru, og þeir leituöu þess. Ymsir er kyrkjan hefir nefnt dýrölinga hafa oröiö svo óláns- sp.mir að veröa meir til ógæfu en gæfu, að bein þeirra geymdust cg voru notuö til ákyssingar og helgra dóma, er tók burt frá mönnum meira sjálfstæöi, meiri manndóm en þeir gátu flutt inn til þeirra meö öllum sínum kenningum. Meðal þeirra inætti jafnvel telja Meistarann sjálfann. Hve rnjög hefir ekki krossinn hans veriö notaöur til þess aö krossfesta á sanngirni og vit, og síöu blóöiö til aö úthella blóöi, kenna heilbrygöum sál- um aö beygja sig undir liindurvitni og hræsni og skrök. En svo má tæplega telja þaö þeirra sök, þaö sem misskil- ningur og skilningsleysið smíöar. Mennirnir er brendir hafa veriö og öskunni kastaö út í vind og vötn, eru þeir, er dauöir hafa ekki burttekiö það sem þeir lifandi veittu heiminum. Tilvera þeirra veröur jafnan til lífs og blessunar vorri jörð. Þaö eru vísindamennirnir sönnu, allir heilagir leitendur og efunar menn. Hve mjög þeir hafa veriö fúsir aö gjalda gjaldiö er köllun þeirra ákvaö sýnir sig bezt, að þeir ekki eingöngu lögöu alla æfi út fyrir sannleiks leitun sína, endurgjaldslaust frá öllum og uröu svo að biðja sér beininga, heldur líka lífiö, er þaö var heimtaö, af blindum lýö.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.