Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 19

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 19
HEIMIR 163 Breytingin hefir koiTUÖ svo snögglega að erfitt er afj átta sig á henni. Afturhvarfs prédikararnir hafa ekki veitt hinni nýju gagnrýni móttöku. I morgun barst oss bréf ineö staðhæf- ingu prests eins í,aðhann standi ennþá stöðugurvið "blóðtrúna'' og það eru margir sem skoða hina nýju gagnrýni blekkingu og tálsnöru. En það er játningarfrelsi og lausn frá ótta við álas nú til, sem jafnvel ekki var hægt að sjá fyrir fyrir fimm árum; og það er, þrátt fyrir breytingarnar sem á hafa orðið, minni ótti og uggur í kyrkjunum og trúfiokkunum, sem sýnir hvað ágengt hefir orðið, og að það er ekki lengur álitið vel við eigandi að bann- færa merkisbera nýs sannleika, sem með ljósi sínu eyða myrkri liöinna alda. •UNDIR OKI MEÐ VANTRÚUÐUM" Smása^á eftir Rudyard Kiþlivg "Eir dey (yrlr ]n'n. oíí þð doyrfi fyrir annan"—I'nnjab spakmœli Þegar að Gravesend hafnsögubáturinn skildi við P. & O. gufuskipiö, sem var að leggja af stað til Bombay, og snéri við til að ná í járnbrautarlestina til bæjarins, þá var margt fólk á honum sem grét. En enginu grét þó meira, og enginn duldi minna tilfinningar sínar en ungfrú Agnes Laiter. Hún hafði góða ástæðu til að gráta, vegna þess að eini maðurinn, sem híin haföi nokkurn tíma elskað, eða gat nokkurn tíma elskaö, að hún sagöi—var að leggja af stað til Indlands; og Indland, eins og allir vita, skiftist á milli myrkviðarins, tígranna, eiturslanganna, kólerunnar og innlendu hermannanna. Phil. Garron var einnig mjög óhamingjusamur, þar sem hann hallaðist út yfir borðstokkinn á skipinu í rigningunni; en hann grét ekki. Hann var sendur út þangað í "te". Hvað það þýddi hafði hann ekki minstu hugmynd um, en hann ýmynd- aði sér að hann mundi eiga aö ríða fjörugum hesti yfir hæðir þaktar terunnum, og ætti að fá geysihátt kaup fyrir aö gera þetta; og hann var frænda sínum mjög þakklátur fyrir að hafa

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.