Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 20

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 20
i64 HEIMIR útvegað sér íar. Hann ætlaöi nú að bæta fyrir fult og alt sitt fyrra óstööuglyndi, spara inikinn hluta af hinu geysiháa kaupi sínu á hverju ári, og korna. aftur eftir mjög stuttan tíma til aö giftast Agnesi Laiter. Phil. Garron hafði tekið það rólega á kostnað vina sinna í þrjú ár, og þar sem hann hafði ekkert að gera varð hann nátt- úrlega ástfanginn. Hann var rnjög skemtilegur, en hann var ekki ákveðinn í skoðunum sínum, og þó honurn yrði aldrei veru- leg skissa á, voru vinir hans samt mjög þakklátir þegar hann kvaddi, og fór til sinnar dularfullu ''te"—vinnu nálægt Darjiling. Þeir sögðu: "Guð blessi þig drengur minn. Láttu okkur aldrei sjá þig framar"—eða að minsta kosti, þetta var það sem Phil. var gefið í skyn. Þegar hann sigldi var hann fullur af ráðagerðum um að reynast mörg hundruð sinnum betri en nokkur hefði viðurkent að hann væri—að vinna eins og hestur og giftast Agncsi Laiter hátr'ðlega. Það var margt gott viö hann fleira en þaö að hann var laglegur; eini galli hans var að hann var ósjálfstæður, svo- litla agnar vitund ósjálfstæður. Hann hafði álíka mikið vit á að spara og morgunsólin; en samt var ekki hægt að benda á nokkuð eitt og segja: "Hér er Phil Garron eyðslusamur eða skeytingarlaus." Ekki var heldur hægt að benda á neinn sér- stakan löst í fari hans; en hann var ófullnægjandi og lét undan eins og kítti. Agnes Laiter gegndi skyldum sínum heima. Fólk hennar með rauð og þrútin augu mótmælti trúlofuninni, á rneðan Phil var á leiðinni til Darjiling—"hafnar við Bengal hafið," eins og móðir hans var vön að segja vinum sínum. Hann var ágætlega liðinn á skipinu,eignaðist marga kunningja og hóflegan drykkju- reikning, og sendi gríðar löng bréf tii Agnesar Laiter frá hverjum viðkomustað. Svo fór hann að vinna á teökrunum, einhvers- staðar á milli Darjiling og Kangra, og þó að kaupiö, hesturinn og vinnan væru ekki alveg eins og hann hafði ímyndað sér, komst hann allvel áfram, og þakkaði sjálfum sér óþarflega mikið fyrir þolgæði sitt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.