Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 21

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 21
 HEIMIR 165 Smám saman, eftir því sem hann vandist öllu meira og vinnan varö stöðugri í huga hans, stóö andlit Agnesar Laiter honum sjaldnar fyrir hugskotssjónum, kom aöeins þegar hann hafði ekkert a5 gera, sem var sjaldan. Hann gleymdi henni alveg kanske hálfan mánuð í einu og mundi svo eftir henni alt í einu eins og skóladrengur, sem hefir gleymt aö læra lexíuna sína. Hún gleymdi ekki Phil, vegna þess aö hún var ein af þeim sem aldrei gleyma. Aðeins, annar maöur—verulega æskilegur ungur maSur— kom til frú Laiter, og möguleikarnir að giftast Phil voru eins fjarri og áður; og bréf hans voru svo óábyggileg; og óskir fjöl- skyldunnar kreptu að stúlkunni; og biöillinn var ákjósanlegur hvað tekjurnar snerti; og endirinn varð sá aö Agnes giftist hon- um, og skrifaði regulegt æöandi fellibyls bréf til Phil. í Darjiling óbygðunum, og sagöi aö hún mundi aldrei framar líta glaðan dag á æfi sinni; sem var sannur spádómur. Phil fékk bréfiö og áleit aö illa heföi veriö með sig fariö. Þetta var tveimur árum eftir aö hann kom frá Englandi. En íneö því aö hugsa stöðugt um Agnes Laiter, og horfa á mynd hennar, og hæla sjálfum sér fyrir að vera einn hinn staöfastasti elskhugi í allri sögunni, ímyndaði hann sér aö mjög illa heföi veriö með sig fariö. Hann settist niður og skrifaði síðasta bréfið—reglulega sorglegan—"að eilífu amen" pistil; og út- skýrði hvernig hann skyldi reynast trúr til eilífðar, og að allar konur væru líkar, og að hann mundi fela sitt harmþrungna lijarta, o.s. frv., o.s. frv.; en ef einhvern tíma síðar, o.s. frv., o.s. frv., hann gæti beðið, o.s. frv., o.s. frv., óbreyttar tilfinn- ingar, o.s. frv., o.s. frv.; snúa aftur til sinnar fyrri ástar, o.s. frv., o.s. frv,—átta þétt skrifaðar síður. Frá listarlegu sjónar- miði skoðað var það mjög laglega gert, en vanalegur hversdags maður,sem hefði þekt Phils verulegu tilfinningar—ekki þær seni hann hafði á meðan hann skrifaði bréfið—hefði kallað það fylli- ilega auðvirðilegt og sjálfselskufult verk eftir algerlega auðviröi- legan, eigingjarnan og ósjálfstæðan mann. En þessi dómur hefði verið rangur. Phil borgaði burðargjaldið og mundi eftir hverju orði, sem hann hafði skrifaö, að minsta kosti í hálfan

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.