Heimir - 01.03.1910, Síða 21

Heimir - 01.03.1910, Síða 21
HEIMIR 165 Smám saman, eftir því sem hann vandist öllu meira og vinnan varö stööugri í huga hans, stóö andlit Agnesar Laiter honum sjaldnar fyrir hugskotssjónum, kom aöeins þegar hann haföi ekkert að gera, sem var sjaldan. Hann gleymdi henni alveg kanske hálfan mánuö í einu og mundi svo eftir henni alt í einu eins og skóladrengur, sem hefir gleymt aö læra lexíuna sína. Hún gleymdi ekki Phil, vegna þess að hún var ein af þeim ssm aldrei gleyma. Aðeins, annar maöur—verulega æskilegur ungur maöur— kom til frú Laiter, og möguleikarnir að giftast Phil voru eins fjarri og áöur; og bréf hans voru svo óábyggileg; og óskir fjöl- skyldunnar kreptu aö stúlkunni; og biöillinn var ákjósanlegur hvaö tekjurnar snerti; og endirinn varð sá að Agnes giftist hon- um, og skrifaði regulegt æöandi fellibyls bréf til Phil. í Darjiling óbygðunum, og sagöi aö hún mundi aldrei fi'amar líta glaðan dag á æfi sinni; sem var sannur spádómur. Phil fékk bréfiö og áleit að illa heföi verið meö sig fariö. Þetta var tveimur áruin eftir aö hann kom frá Englandi. En meö því aö hugsa stööugt um Agnes Laiter, og horfa á mynd hennar, og hæla sjálfum sér fyrir aö vera einn hinn staöfastasti elskhugi í allri sögunni, ímyndaði hann sér aö mjög illa heföi verið meö sig fariö. Hann settist niöur og skrifaöi síðasta bréfiö—reglulega sorglegan—“aö eilífu amen” pistil; og út- skýröi hvernig hann skyldi reynast trúr til eilíföar, og að allar konur væru líkar, og aö hann mundi fela sitt harmþrungna hjarta, o.s. frv., o.s. frv.; en ef einhvern tíma síðar, o.s. frv., o.s. frv., hann gæti beðiö, o.s. frv., o.s. frv., óbreyttar tilfinn- ingar, o.s. frv., o.s. frv.; snúa aftur til sinnar fyrri ástar, o.s. frv., o.s. frv,—átta þétt skrifaðar síður. Frá listarlegu sjónar- miöi skoöaö var þaö nxjög laglega gert, en vanalegur hversdags maöur,sem heföi þekt Phils verulegu tilfinningar—ekki þær sem hann hafði á rneðan hann skrifaði bréfiö—heföi kallað þaö fylli- ilega auöviröilegt og sjálfselskufult verk eftir algerlega auðviröi- legan, eigingjarnan og ósjálfstæöan nxann. En þessi dómur heföi verið rangur. Phil borgaöi buröargjaldiö og mundi eftir hverju oröi, sem hann hafði skrifað, aö minsta kosti í hálfan

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.