Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 22

Heimir - 01.03.1910, Blaðsíða 22
166 HEIMIR þriðja dag. Það var síðasta blaktiö áöur en ljósið slokknaði. Þetta bréf gerði Agnesi Laiter mjög óhamingjusama. og hún grét og' faldi það í skrifboröinu sínu, og varð frú Einhver-önnur til þæginda fyrir fólkið sitt; sem er hin fyrsta skylda hverrar kristinnar stúlku. Phil hélt sína leið og hugsaði ekki meira um bréf sitt en listamaðurinn um laglega gerðan uppdrátt. Fratnferði hans var ekki slæmt, en það var heldur ekki að öllu leyti gott, þar til hann komst í kynni við Dunmaya, dóttur uppgjafa fyrirliða í innlenda hernum. Það var dálítiö af fjallablóöi í stúlkunni. Hvar Phil komst í kynni við hana eða hvernig hann heyrði hennar getið gerir ekkert til. Hún var góð og lagleg stúlka, myndarleg og hyggin á sína vísu, þó dálítiö hörð íhorn að taka. Þess ber að geta að Phil lifði mjög þægilega og neitaði sér ekki um nein smá þægindi, hann lagði ekki einn eyri til síðu, var mjög ánægður með sjálfan sig og sínar góðu fyrirætlanir, hann hætti smám saman að skrifa heim til Englands og skoðaði Indland sem sitt eigið land. Snmir menn fara svona, og þeir eru til einskis nýtir eftir þaö. Loftslagið var gott þar sem hann var, og honum virtist að hann hefði í raun og veru ekkert að sækja heim. Hann gerði það sem margir teyrkjumenn höfðu gert á undan honum—það er að segja, hann afréð að giftast fjallastúlku og setjast að. Hann var tuttugu og sjö ára þá, með langa æfi fyrir höndum, en engan kjark til að ganga í gegnum hana með. Svo giftist hann Dunmaya. samkvæmt siðum ensku kyrkjunnar og sumir samverkamenn hans sögðu að hann væri heimskingi, og sumir sögðu að hann væri vitur maður. Dunmaya var í alla staði heiðarleg stúlka, og þrátt fyrir virðingu þá sem hún bar fyrir Englendingum gat hún séð galla manns síns. Hún stjórn- aði honum mjög gætilega og varð á minna en einu ari vel þolan- leg eftírmynd af enskri frú í klæðaburði og látbragði. (Það er einkennilegt að fjallamaður er eftir æfilanga mentun fjallamaður, en að fjallakona getur á sex mánuðum náð fyllilega fiestum ein- kennum enskra kvenna. Það var einu sinni vinnukona. En

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.