Heimir - 01.03.1910, Qupperneq 22

Heimir - 01.03.1910, Qupperneq 22
H E 1 M I R 166 þriöja dag. Þaö var síöasta blaktiö áöur en ljósiö slokknaöi. Þetta bréf geröi Agnesi Laiter mjög óhamingjusama. og hún grét og faldi það í skrifborðinu sínu, og varö frú Einhver-önnur til þæginda fyrir fólkið sitt; sem er hin fyrsta skylda hverrar kristinnar stúlku. Phil hélt sína leiö og hugsaði ekki meira um bréf sitt en listamaðurinn um laglega geröan uppdrátt. Framferöi hans var ekki slæmt, en þaö var heldur ekki aö öllu leyti gott, þar til hann komst í kynni viö Dunmaya, dóttur uppgjafa fyrirliða í innlenda hernum. Það var dálítiö af fjallablóöi í stúlkunni. Hvar Phil komst í kynni við hana eöa hvernig hann heyrði hennar getiö gerir ekkert til. Hún var góð og lagleg stúlka, myndarleg og hyggin á sína vísu, þó dálítiö hörö í horn að taka. Þess ber aö geta að Phil liföi mjög þægilega og neitaöi sér ekki um nein smá þægindi, hann lagöi ekki einn eyri til síöu, var mjög ánægöur með sjálfan sig og sínar góðu fyrirætlanir, hann hætti smám saman að skrifa heim til Englands og skoöaöi Indland sem sitt eigiö land. Sumir rnenn fara svona, og þeir eru tii einskis nýtir eftir það. Loftslagiö var gott þar sem hann var, og honum virtist aö hann hefði í raun og veru ekkert að sækja heim. Hann gerði það sem margir teyrkjurnenn höfðu gert á undan honum—það er að segja, hann afréð að giftast fjallastúlku og setjast að. Hann var tuttugu og sjö ára þá, með langa æíi fyrir höndum, en engan kjark til aö ganga í gegnutn hana meö. Svo giftist hann Dunmaya, samkvæmt siðum ensku kyrkjunnar og sumir samverkarnenn hans sögöu aö hann væri heirnskingi, og sumir sögöu að hann væri vitur maður. Dunmaya var í alla staði heiðarleg stúlka, og þrátt fyrir virðingu þá sem hún bar fyrir Englendingum gat hún séð galla manns síns. Hún stjórn- aði honum mjög gætilega og varö á minna en einu ári vel þolan- leg eftirmynd af enskri frú í klæðaburöi og látbragði. (Þaö er einkennilegt að fjallamaöur er eftir æfilanga mentun fjallamaður, en að fjallakona getur á sex mánuðum náð fyllilega fiestum ein- kennum enskra kvenna. Það var einu sinni vinnukona. En

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.